Heima er bezt - 01.04.2007, Qupperneq 28
Byrjar Eyvindur að heija grautinn. En
þá kemur maður inn í eldhúsið, svo
mikillegur að sjá, að Eyvindi skaut
skelk í bringu. Hann gengur þegjandi
að bitanum, leggur hendur á hann og
styður þar ofan á höfðinu, horfir á Eyvind
þegjandi og gengur svo burtu. Eyvindur
lauk úr askinum, þakkaði husfreyju,
kvaddi hana og var þegar horfinn.
Þar næst getur hans að Skriðu-
Klaustri. Sagt er að Eyvindur væri að
Skriðu-Klaustri um veturinn og Halla
að Hrafnkelsstöðum og hurfu bæði um
vorið.
Heimild: Sigfús Sigitrðsson Islenskar
þjóósögur og sagnir 1954.
Skriduklaustur.
Sauðanes og
Svalbarð 1765-67
Á Sauðanesi dvelst Halla (Guðrún
Jónsdóttir) hjá sr. Árna Skaftasyni,
en Eyvindur á Svalbarði hjá sr. Ólafi
Jónssyni. Þau höfðu bæði meðferðis
meðmælabréf frá Hans Wíum.
Þama hafa þau haldist við næstu tvö
árin, þartil þauhrekjast á brott, er Pétur
Þorsteinsson sýslumaður lætur spyrjast
fyrir um þau á öllu svæðinu.
Vindur ekki veit af synd
þótt vandra geri lítt um land.
Syndiryfir svala lind
í sandinn ekki sleppur grand.
Heimild: Sigfús Sigurðsson, Islenskar
þjóðsögur og sagnir 1954.
Björn Bjarnason frá Böðvarsdal
handtekur þau
„í þann tíma er hér var komit lágu
þjófar úti á fjöllum. Evindr er slapp
frá Halldóri Jakobssyni ok Halla kona
hans. Eyvindr var ráðgóðr ok léttfærr,
ok slapp þó hann næðist. Björn hét
nraður skólagenginn, Bjamason frá
Böðvarsdal (Vopnafirði) dótturson
Bjarnar á Burstafelli, mikill og gildlegr.
Hann fór við annan mann og hittu þeir
þau Eyvind og Höllu, tók Bjöm Eyvind,
ok batt hann, en Halla fékkst á meðan
við fylgdarmann hans, kom honum undir
og ætlaði að bíta hann á barkann, var
hún dökk ílits. Björn tók hana þá
ok voru þau síðan flutt í meðal
sýslumanna. Þau sluppu aptr, ok
náði enn (sic. er að nefna) Einar
Brynjólfsson á Barkarstöðum ok
hans fylgdarmenn Eyvindi, en
ei var honum haldið.“
Heimild: Arbœkur
Espólíns XI deild 1775.
Brúaröræfi 1767
Til sýslumanns, Péturs Þorsteinssonar
hafði komið maður og tilkynnti honum
Fardagafoss.
Undir Fardagafossi, á
flótta
Tágakarfa gefin að launum
Á byggðasafni N-Þingeyinga á Kópaskeri
er tágakarfa nr 291, að sögn fléttuð af
Fjalla-Eyvindi. Komin frá Stefáni
Eiríkssyni bónda í Skinnalóni,
langafa frú Andreu Jónsdóttur í
Leirhöfn og bróður Magnúsar
Eiríkssonar „frater“. Þorbjörg
móðir Stefáns var fósturdóttir
Magnúsar Árnasonar prests
Einarssonar frá Sauðanesi.
Þarna hefur Eyvindur viljað
auðsýna þakklæti fyrir aðhlynningu
gagnvart Höllu.
Litlu seinna varð Eyvindar vart
undir Fardagafossi, við veginn yfir
Fjarðarheiði. Gerðu Eiðaþingæingar
honum aðsúg og komst hann undan á
handahlaupi ofan að Eyvindará, fleygði
sér í hana í hroðavexti og skvampaði
yfir og mælti fram þessa stöku.
Tágakörfurnar báðar.
220 Heima er bezt