Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2007, Side 33

Heima er bezt - 01.04.2007, Side 33
Bergsveinn Skúlason: Hafraklettur Einn af mörgum hólmum í Breiðafírði erHafraklettur. Hár úr sjó og sérstæður nokkuð. Liggur nærri sýslumörkum, og ekki í alfaraleið. Ber og dýralíf og gróður hólmans þess nokkur merki. Hólmi þessi er nú í daglegu tali manna nefndur Latur. Eg held hinu eldra og upprunalega nafni hans oftast í þessari grein. Máski hefur Geirmundur heljarskinn haft á honum hafra sína þegar hann bjó á Geirmundarstöðum, og hann hlotið nafn af því. En þá hafa þeir ekki verið margir. Nú liggur hólminn undir Skarð. Það var hjá Hafrakletti er styrmdi að Gretti og félögum hans forðum, er þeir sóttu bolann í Ólafseyjar, og fengu þeir þaðan stífan barning og ágjöf til lands. En bátsverjar voru í röskara Iagi, og náðu því í lendingu á Reykhólum, svo sem lesa má um í sögu Grettis. Hafraklettur blasti við sjónum mínum á hverjum morgni, þegar ég kom út úr bæjardyrunum heima. Hvítur eins og marmarahöll reis hann úr bláum fleti ijarðarins, og þó er sama efni í honum og öðrum hólmum á Breiðafirði: dökkt blágrýti. Liturinn er öðruvísi tilkominn. Eg hélt í fyrstu að þetta væri álfakirkja og kaupstaður, en svo var nú ekki. Þó nóg væri af slíkum stöðum í grenndinni. - Faðir minn sagði að þetta væri bara venjulegur hólmi og héti Latur. Hann hefði oft komið í hann. Næst þegar hann færi suður á Skarðströnd gæti ég farið með sér, og þá skyldum við skoða Lat. Þar gæti ég séð mikið af fugli, og ef til vill fleiri dýrategundir. Svo var það ekki löngu seinna, að faðir minn átti Ieið suður á Skarðsströnd og Akureyjar. Það var á sumardegi rétt fyrir sláttinn í hvíta logni og sólskini. Mig minnir að hann væri að flytja gamla konu, er Guðrún hét Torfadóttir. Hún var mörg sumur í kaupavinnu hjá Torfa í Ólafsdal, en átti heima í Skáleyjum. Ég fékk að fara með, þó lítill væri og lélegur háseti á þeim árum. Það er langt úr Skáleyjum suður í Hafraklett, en leiðin sóttist nokkuð vel, þó hásetar væru engir garpar. Allir voru léttklæddir. Karlmennirnir reru á skyrtunum, og gamla Gunna tók af sér skupluna og kastaði skakkanum aftur á herðar. Svo hamaðist hún við árina. Hún kunni ekki að vinna öðruvísi, og varð þó 102 ára gömul. Svo vorum við þá í Hafrakletti, eftir um 3 klst. róður. Við lendum við lágan tanga, er gengur austur úr honum, annars staðar er ekki hægt að lenda. En hæstur er hólminn og mestur um sig að vestanverðu, og er þar 60-80 m. hátt standberg í sjó. Við urðum þess vör löngu áður en við komum í Hafraklett, að þar mundi ekki allt vera hljótt og kyrrt. Þetta væri ekkert eyðisker. Fyrst mættum við svartbaknum. Þegar við áttum góðan spöl eftir að hólmanum, kom hann á móti okkur, gustmikill, með háværu gargi og lagði fast ofan að fleytunni, og gerði okkur það fullkomlega skiljanlegt, að hann kærði sig ekkert um heimsóknir í ríki sitt. - Svartbakurinn er illvígur og frekur og á sér fáa formælendur. Þó er honum ekki alls varnað. Hann ver ríki sitt og þegna sinna gegn öðrum herkonungum af mikilli hreysti og hugprýði. Ernir og valir Heima er bezt 225

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.