Heima er bezt - 01.04.2007, Blaðsíða 37
ar m
i /
.
i
$ / / /7
' / f / ?
Jón R.
Hjálmarsson:
Frelsaðir
menn í fornöld
r
öllum trúarbrögðum hafa frá elstu tímum komið fram
ýmsar heittrúarstefnur sem einkum hafa beinst að því
að menni útloki sig sem mest frá skarkala heimsins og
helgi sig í staðinn trúariðkunum og bænahaldi. Hjá kristnum
mönnum tók að bera á þessu þegar í frumkristni, enda töldu
þá margir að endurkoma Krists stæði fyrir dyrum og jafnvel
að heimsendir væri í nánd. Slíkar trúarhreyfíngar mögnuðust
siðan mjög á 3. og 4. öld og fóru þá að rísa ýmsar munka- og
nunnureglur í austurhluta rómverska ríkisins og breiddust
þaðan út. Einkum magnaðist þessi meinlætalifnaður á tímum
ákafra ofsókna gegn kristnum mönnum sem gengu yfir öðru
hverju og náðu hámarki á stjórnarárum Díókletíanusar keisara
í lok 3. og upphafi 4. aldar. Þessar grimmilegu ofsóknir
bitnuðu ekki hvað síst á fylgjendum Krists í Egyptalandi,
sem þá voru orðnir mjög fjölmennir.
A þeim ógnartímum bjargaði fjöldi kristinna manna lífinu
með því að flýja til fjalla eða út á eyðimerkur og leynast þar
í hellum og fornum húsarústum. Maður sá, sem stundum var
nefndur faðir munkalífemis, var heilagur Antoníus, sem uppi
var í Egyptalandi á árunum 251 til 356. Hann var einn þeirra
sem flýði út í óbyggðir undan ofsóknunum og settist þar
að. Þar í einverunni varð hann brátt víðkunnur fyrir innilegt
trúarlíf sem og meinlæti og harðræði, sem hann lagði á sig
til að þóknast skapara sínum. En freistingarnar sátu um
þennan góða mann og eru varðveittar nákvæmar lýsingar
á þeirri óskaplegu baráttu senr hann þurfti að heyja gegn
illum öflum sem sóttust eftir að tæla hann og afvegaleiða.
Stundum birtist djöfullinn honum í líki fagurrar og lostafullrar
konu, sem reyndi að fá hann til að syndga eða þá að púkarnir
birtust sem slöngur og hýenur og önnur hættuleg kvikvendi.
En Antoníus stóð fastur fyrir og hrakti útsendara hins illa á
braut með fyrirbænum og sálmasöng. Þær sjálfspíningar voru
næstum ekki til sem hann var ekki reiðubúinn til að leggja
á sig til að hemja og temja hold sitt og anda. Ætíð klæddist
hann skyrtu úr grófu og stífu hrosshári sem stakk svo illa
að undan blæddi. Þá fastaði hann oft tímunum saman og
þess á milli neytti hann lítils matar. Aldrei bragðaði hann
Heilagur Antoníus.
kjöt og taldi slíkt í meira lagi syndsamlegt. Aldrei fór hann
í bað eða þvoði sér, því að það taldi hann að mundi auka
líkamlega vellíðan og væri af þeim sökum óæskilegt. Allt
veraldlegt fannst honum vera fánýtt og hégómlegt og aðeins
til þess fallið að afvegaleiða hann. Morgun einn, þegar hann
Heima er bezt 229