Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2007, Side 43

Heima er bezt - 01.04.2007, Side 43
- Nú þarf ég á aðstoð að halda, slasaður maður bíður mín frammi á lækningastofunni, ég treysti þér til að veita mér hjálp í ijarveru móður þinnar. - Heldur þú, að ég fari að binda um slasaðan mann? - Ég bið um aðstoð þína. - Ég hef ekki kjark til þess — ég get það ekki. - Ætlar þú þá að neita, þegar svona stendur á? - Já, þú skalt biðja einhvern annan að aðstoða þig, — ég legg ekki slíkt á mig. Svipur læknisins verður þungur. Nokkur augnablik stendur hann kyrr í sömu sporum og hugsar málið, svo tekur hann ákvörðun. Anna situr við borðið. Haukur gengur til hennar og segir fljótt og ákveðið. - Viljið þér aðstoða mig, Anna? - Haldið þér, að ég geti það? - Já, það efa ég ekki, ef þér hafið vilja og áræði til þess að fylgja mér. - Þá er mín aðstoð velkomin, það sem hún nær. - Ég er yður þakklátur, Anna. Þau ganga saman út úr borðstofunni. Agnes situr eftir, og gremjan svellur í sál hennar. Anna frá Gili hefur kjark til þess að horfast í augu við þann vanda, sem hún sjálf er hrædd við, — það á hún bágt með að þola. Hvað henni er innilega illa við þessa framgjörnu stelpu, og Agnes á enga ósk heitari en þá, að Anna verði sér nú rækilega til skammar. Haukur og Anna standa saman við hlið hins slasaða manns, og gera að sárum hans. Unga kaupakonan er ekki feimin eða hikandi lengur. A þessari stundu rúmast það eitt í huga hennar að verða lækninum að liði. Handtök hennar eru Örugg og viss, og ekkert fát á sér stað hjá henni. í sál unga læknisins vaknar ný innileg aðdáun á þessari hugdjörfu stúlku, sem ekki hikaði við að fylgja honum út í vandann. Hæfíleikar hennar í hjúkrun eru honum augljósir. í helgi þagnarinnar mætast sálir þeirra í fyrsta sinn í göfugu líknarstarfí, og stundin líður. Aðgerðinni er lokið, og á aðstoð Önnu er ekki lengur þörf. - Get ég gert eitthvað fleira fyrir yður? spyr hún Hauk. -Nei, — ekki núna. Anna gengur fram að hurðinni og ætlar út úr stofunni, en Haukur réttir henni hönd sína, og handtak hans er fast og heitt, — talar máli hjartans. Enn er Anna herfang dökkbrúnu fallegu augnanna hans, sem horfa fast og hlýlega á hana. Hún lítur niður, og aftur er hún feimin í návist læknisins. - Ég þakka þér fyrir hjálpina, Anna. Þú ert hugrökk stúlka. - Það er ekkert að þakka. Hún dregur að sér höndina. - Þú átt að verða hjúkrunarkona, Anna, — þú ert sköpuð til að líkna. Rödd hans er þrungin ástúð og lotningu. Anna svarar því engu, en opnar hurðina hljóðlega og gengur út úr lækningastofunni. Anna hraðar sér fram í eldhúsið. Agnes er þar ein. Hún lítur á Önnu, og köld lítilsvirðing skín úr augum læknisdótturinnar. - Jæja, ertu ekki orðin útlærð í hjúkrun, segir hún titrandi röddu. - Það er nú eins og til stendur. - Þú álítur þig víst töluverða manneskju, síðan þú hættir að þiggja af sveit. - Fátækt foreldra minna kemur þessu máli ekki neitt við. - Ég skammast mín fyrir framhleypni þína. Gættu þess, að þú dvelur á heimili foreldra minna. - Ég hef ekki aðhafst neitt ljótt eða óheiðarlegt, hvorki á heimili þínu né annars staðar, sem þú eða aðrir þurfa að skammast sín fyrir. - Svo brúkar hún bara munn. Anna svarar því engu, hún þrífur hrífuvettlingana í flýti og hleypur út á tún, tekur hrífuna sína og fer að raka langt frá Björgu. Anna er djúpt særð af orðum Agnesar, og hún vill vera ein í hryggð sinni og smæð. Tvö andstæð öfl rísa í sál hennar, annað kveljandi sárt, hitt ljúft og laðandi og ríkt af unaði. Hana langar mest af öllu til að kasta sér í heyflekkinn og gráta, en Björg færir sig til hennar, svo að hún reynir að hafa vald á tilfmningum sínum. - Gekk þér ekki vel að aðstoða lækninn, Anna mín, segir Björg glaðlega. - Það var nú heldur lítið lið að mér. - Mig grunar, að Agnes hafí ekki verið sem ánægðust, þegar hún sá þig fara inn á lækningastofuna með sínum útvalda. - Því fór hún þá ekki sjálf, þegar Haukur læknir bað hana um aðstoð. - Hún hafði ekki kjark til þess, en það hefði kannski komið annað hljóð í strokkinn, ef hann hefði boðið henni í bíltúr með sér. - Björg, hefðir þú neitað lækninum um aðstoð undir þessum kringumstæðum, ef hann hefði leitað til þín? - Nei, það hefði ég ekki gert, — en sem betur fór losnaði ég við það. Björg brosir glettnislega. - Það var ekki von, að Agnesi greyinu liði vel að vita af ykkur saman allan þennan tíma. - Varla hefur hún verið hrædd um Hauk fyrir mér undir svona kringumstæðum. Svo vorum við ekki .tvö saman. Sjúklingurinn var sá þriðji. - Það er nú ekki gott að vita, hvað fyrir kann að koma, Anna mín. - Ég veit, að læknirinn þarf aldrei framar á minni hjálp að halda, enda skal enginn hafa ástæðu til að óttast um hann fyrir mér, það sem eftir er af sumrinu. Anna getur ekki tekið gamni Bjargar. Hún er of djúpt særð til þess. - Jæja, Anna mín, — ég er nú bara að spauga við þig. Ég býst við því, að Agnesi hafi sviðið það sárast, að þú skyldir treysta þér til að gera það, sem hún sjálf þorði ekki að horfast í augu við, því ekki vantar hana stórmennskuna og sjálfsálitið. - Ég á enga sök á þessu. Sannarlega hefði hún mátt eiga heiðurinn af því að aðstoða lækninn mín vegna. - Hún Agnes líkist ekki foreldrum sínum, þessum ágætishjónum. Reykjavíkurveran hefur lítið bætt hana, Heima er bezt 235

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.