Heima er bezt - 01.04.2007, Qupperneq 44
finnst mér.
- Við erum allar meira og minna gallaðar, Björg mín.
Sjálfsagt á Agnes eitthvað gott til að bera, engu síður
en aðrir.
- Ef til vill tekst lækninum, ef þau ná saman, að gera
hana að nýtri manneskju með tímanum, því ég hef mikið
álit á honum, þó að ég þekki hann lítið.
Anna svarar því engu. Hugur hennar hefur sigrast á
gremjunni. Hún getur ekki heyrt Agnesi hallmælt án þess
að taka málstað hennar.
- En það er nú bara spurningin, hvort hann fær ekki
leið á konuefninu, áður en hjónabandið verður stofnað,
ekki yrði ég hissa á því, segir Björg.
- Góða Björg. Vertu ekki með þessar hrakspár. Við
skulum vona það besta. Samtalið fellur niður, stúlkurnar
keppast við raksturinn, og dagurinn líður.
Agnes kemur út á túnið og kallar á Björgu. Hún þarf
að láta hana hjálpa sér að framreiða kvöldverðinn. Björg
hraðar sér inn til Agnesar og Anna er ein. Hugur hennar
flýgur strax í einverunni, heitur og taumlaus, inn á
lækningastofuna. Hún sér unga lækninn í hvítum slopp,
traustan og alvarlegan. Hann bindur um sárin, hún stendur
við hlið hans og fínnur dökkbrúnu, fallegu augun hans
hvíla á sér. Fyrir töfravaldi þeirra er hún óvíg. Hún verður
að forðast lækninn, varast að vera ein í návist hans. En
við þá ákvörðun hverfúr öll gleði burt úr sál hennar. Hún
fyrirverður sig fyrir þessar óvelkomnu hugsanir sínar og
reynir að bægja þeim úr vitund sinni, en síðustu orð unga
læknisins í dag „þú átt að verða hjúkrunarkona, Anna,„
hljóma stöðugt í sál hennar. Að hjúkra þeim, sem líða,
binda um sárin og lina þjáningar, það er fagurt starf. Birta
og friður streymir í sál Önnu við þá tilhugsun að mega
fórna sér á þann hátt fyrir aðra. Getur hún náð því marki?
Brennandi þrá eftir því, að svo megi verða, gagntekur
hana, og á þessari stundu verða orð læknisins helgasta
hugsjón hennar, sem hún ætlar að lifa og berjast fyrir.
Aætlunarbíllinn frá Reykjavík nemur staðar skammt
frá Sólvangi. Ragnhildur stígur út úr bílnum. Hún gengur
létt í spori heim afleggjarann, fegin að vera komin heim
aftur. Agnes tekur fagnandi á móti móður sinni. Henni
þykir gott að vera aftur frjáls, laus við heimilisstörfm.
Agnes leggur bolla á borð fyrir þrjá í dagstofunni og
kallar á Hauk. Hann kemur og drekkur kaffi með þeim
mæðgum. Agnes þarf margs að spyrja úr höfuðborginni,
og Ragnhildi þykir nóg um spurningar hennar. Hún snýr
sér því að glugganum um stund og horfir út. 1 svip hennar
birtist hin sanna gleði sveitakonunnar. Ragnhildur sér,
að vinnufólkið hennar hefur ekki verið aðgerðarlaust á
meðan hún var að heiman. Hinar víðáttumiklu túnsléttur
blasa við henni, slegnar og hirtar. I huganum blessar hún
trúar, starfsfúsar hendur. Hún snýr sér frá glugganum
aftur, lítur á Agnesi og segir:
- Hefur nokkuð markvert borið til tíðinda hérna heima
meðan ég var í burtu?
-Nei, ekki man ég eftir því. Fáir hafa komið, og maður
hefur ekkert getað lyft sér upp.
Ragnhildur brosir. — Það er nú svona að vera húsmóðir
í sveit, góða mín.
- Mig langar lítið til að vera það um lengri tíma.
Ragnhildur beinir næstu spurningu til Hauks og seg
ir: — Hefur læknirinn átt annríkt, meðan ég var að
heiman.
- Nei, ekki get ég nú sagt, að svo hafi verið. Einn
sjúklingur var lagður hér inn fyrir nokkrum dögum.
- Hver var það?
- Jón á Mýrum.
- Hvað gengur að honum?
- Hann slasaðist á sláttuvél.
- Mikið?
- Já, töluvert. Annars líður honum sæmilega nú. Ég
hef góða von um að hann nái fullum bata.
- Það er gleðilegt að heyra. En mér þykir fyrir því,
að hafa ekki verið heima í eina skiptið á sumrinu, sem
mín þurfti með til hjúkrunarstarfa.
- Þetta var nú eins og hvert annað ófyrirsjáanlegt
atvik.
- Ég vona, Agnes mín, að þú hafir reynt að aðstoða
lækninn í minn stað?
Agnes lítur á móður sína og roðnar.
- Ég? Heldur þú, að ég geti átt við slasaðan mann, sem
ekki get séð blæða úr smáskurði. Nei, þær kvalir myndi
ég aldrei leggja á mig, hver sem í hlut ætti.
- Jæja, svo þú gleymdir þá hverju þú lofaðir mér, þegar
ég fór að heiman. Ekki væri nú gott, ef allir hefðu þinn
hugsunarhátt.
- Það getur verið. En ég hugsa nú bara fyrir mig eina,
ekki fyrir aðra.
- A ég að segja þér eitt, dóttir góð, það hafa verið mínar
fegurstu stundir í lífinu, þegar ég hefi staðið við hlið
föður þíns og unnið með honum að því að Iina þjáningar
annarra.
- Það eru nú fæstar læknisfrúr, sem gefa sig að hjúkrun,
eins og þú.
- Það ætti að vera hverri lækniskonu heilagt metnaðarmál
að standa við hlið mannsins síns, þegar mest á reynir,
ekki hvað síst í hans vandasama líknarstarfí, þegar þess
gerist þörf.
Agnes svarar engu. Hún vill ekki ræða þetta mál frekar.
Ragnhildur lítur á Hauk og segir:
- Voruð þér ekki í mestu vandræðum, meðan á fyrstu
aðgerðinni stóð, Haukur læknir.
Haukur brosir.
- Það rættist nú vel fram úr því.
- Það gleður mig.
- Kaupakonan yðar veitti mér skjóta og góða aðstoð.
- Sjáum til. Anna litla var svona dugleg.
- Hún stóð sig eins og hetja. Rödd læknisins er þrungin
djúpum lotningarhreim, sem snertir Agnesi óþægilega.
Hún þolir alls ekki að heyra Önnu hrósað og segir
kuldalega.
Framhald í nœsta blaði
236 Heima er bezt