Heima er bezt - 02.11.1963, Blaðsíða 7

Heima er bezt - 02.11.1963, Blaðsíða 7
Þessi nýja skáldsaga Ingibjargar skiptist í 16 kafla og eru kaflaheiti sem hér segir: 1) Sonur og móðir, 2) Ást við fyrstu sýn, 3) Þingvallaförin, 4) Elding laust niður —, 5) Örlagahríð og hret —, 6) Velkom- inn til Svíþjóðar, 7) Örlögin teygja lopann, 8) í sænsku vetr- arríki, 9) Eva Bjarkan kveður, 10) Laufskálahátíð á sænsku vori, 11) Bréf frá mömmu, 12) Heim að nýju, 13) Fagureyri, 14) Játning sonarins, 15) Örlagahnúturinn raknar, 16) í sól- mánuði. Órfá eintök eru enn til hjá forlaginu af fyrri bókum Ingi- bjargar. í lausasölu kr. 140.00. Til áskrifenda HEB aðeins kr. 100.00. 200. ÖRLAGASTUNDIN Síðari hluti eftir Hafstein Sigurbjarnarson. Fyrri hluti þessarar löngu skáldsögu, sem er mesta verk þessa vinsæla höf., fram að þessu, gerist í Reykjavík og á Akureyri. — Söguhetjan í fyrri hluta sögunnar — sem er nokkurs konar fjölskyldusaga — er ung kona, í alla staði með ágætum gefin. Segir frá ásta- lífs- og hjónabands-hrakningi hennar i Reykjavíkurkaflanum, en hvernig hún réttir sig við, stóð með allsherjarblóma, og dó er engan varði nema sjálfa hana — það gerist allt á Akur- eyri. í síðara bindi sögunnar kemur fram á sjónarsviðið ný söguhetja — önnur fögur kona — og svo sú þriðja. Og nú hefst barátta þessara tveggja kvenna um aðalsöguhetjuna, Hermann, og verða úr margs konar örlagaríkar flækjur. Þessi síðari hluti er jafnvel ennþá meira „spennandi" en fyrri hlutinn. í lausasölu kr. 220.00. Til áskrifenda HEB aðeins kr. 160.00. 910. STEFÁN STEFÁNSSON SKÓLAMEISTARI eftir Steindór Steindórsson frá Hlöðum. Stefán Stefánsson, skóla- meistari, var einn af glæsi- legustu forystu m ö n n u m þjóðarinnar í byrjun þessar- ar aldar. Hann var braut- ryðjandi og h ö f u n d u r ís- lenzkrar grasafræði, e i n n ágætasti kennari og skóla- tnaður samtíðar sinnar, sem átti manna drýgstan þátt í að hefja skóla Norðlendinga til vegs og virðingar. Hann var forystumaður í landbún- aði, og átti mikinn þátt í að Heirna er bezt a. 393

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.