Heima er bezt - 02.11.1963, Blaðsíða 34

Heima er bezt - 02.11.1963, Blaðsíða 34
903. SIGLINGIN TIL SEGULSKAUTSINS NORÐVESTURLEIÐIN ejtir Roald Amundsen. Bók þessi er í senn ævintýraleg og fróðleg. Hún seg- ir frá einstæðu afreki í sjóferðasogu heimsins er Roald Amundsen sigldi fyrstur manna vestur fyrir meginland Ameríku norðanvert og allt til Kyrrahafs. Jafnframt er sagt frá viðburðaríkum ferðalögum um heimskauta- löndin og dvöl Amundsens og félaga hans á ísauðnum norðurhjarans. Þar komst hann í náin kynni við Eski- móa og nam mál þeirra. Eru lýsingar hans á lífi, sið- um og sérkennilegum heimilisháttum þeitTa einstæðar í sinni röð. Siglingin til segulskautsins er eftirlætis bók sjó- manna, ferðalanga og allra vaskra drengja. í lausas. kr. 175.00. Til áskrif. HEB aðeins kr. 125.00. 904. í LANDVARI eftir Gisla Olafsson frá Eiriksstöðum. Höfundur er löngu landskunnur fyrir ljóð og lausa- vísur. Hann er tvímælalaust einn af snjöllustu vísna- smiðum þjóðarinnar, enda sumar vísur hans á hvers manns vörum. í landvari er bók sem gleður hvern ljóðavin og vísnaunnanda. í lausas. kr. 95.00. Til áskrif. HEB aðeins kr. 70.00. 905. HETJA TIL HINZTU STUNDAR Sannar frásagnir af Onnu Frank eftir Ernst Schnabel. í bók þessari er rakin eftir traustum og sönnum heimildum ferill Gyðingastúlkunnar frægu, Önnu Frank. Höfundur er þýzki blaðamaðurinn Ernst Schnabel, sem hlotið hefur mikið lof fyrir verk sitt. Bókin hefur náð mikilli útbreiðslu og verið þýdd á fjölda tungumála. Ætti bókin að vera mikill fengur islenzkum lesendum, ekki hvað sízt þeim, sem lesið hafa Dagbók Önnu Frank eða séð leikritið (eða kvik- myndina), sem upp úr henni var spunnið. Bók þessi lýsir ljóslega hinum átakanlegu hörmung- um Gyðinga og annarra fórnardýra þýzku nazistanna í heimsstyrjöldinni síðari og er trúlega einhver gleggsta lýsing, sem til er, á hinum Itryllilegu stríðsfangabúð- um nazista. Hin hiirmulegu örlög Gyðingastúlkunnar ungu verða öllum, sem um þau lesa, ógleymanleg, og öll er bókin hin áhrifamesta hugvekja gegn ógnum einræð- isins um miðja 20. öld. í lausas. kr. 95.00. Til áskrif. HEB aðeins kr. 70.00. 420 a. Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.