Heima er bezt - 02.11.1963, Blaðsíða 35

Heima er bezt - 02.11.1963, Blaðsíða 35
906. ENDURMINNINGAR eftir Beniamino Gigli. Þetta er saga heimssöngvarans Beniamino Giglis. Þetta'er ævintýrið um karlssoninn, sem hófst úr fátækt og umkomuleysi til frægðar og frama. Við kynnumst Gigli, þegar hann er kórdrengur í litla þorpinu heima í Recanati, þegar hann sveltur heilu hungri í Róma- borg og þegar hann ratar í fyrstu ástarævintýri sín. Við fylgjumst með því, hvernig hann brýtur sér frama- braut, vinnur fyrstu stórsigra sína á söngsviðinu, ferð- ast til Spánar og Suður-Ameríku og tekur sæti Carusos við Metropolitan í New York. Og brátt hlustar allur heimurinn á hann í hrifningu og aðdáun. — Gigli seg- ir sjálfur sögu sína. Frásögn hans er hreinskilin, lát- laus, létt og fjörug. Söngvarinn mikli kann líka þá list að segja frá. Saga hans hefur þann höfuðkost allra sagnarita að vera í senn skemmtileg og fróðleg. í lausas. kr. 135.00. Til áskrif. HEB aðeins kr. 100.00. 907. A FERÐ OG FLUGI Frönsk skemmtisaga. Þetta er frönsk skemmtisaga, um ástir og furðuleg ævintýr, ein hin allra mest spennandi og frægasta saga þeirra fyrstu, sem gerðu Nýjar kvöldvökur svo vin- sælar og eftirsóttar, er þær voru að hefja feril sinn. Margir, sem nú eru komnir á miðjan aldur, minnast þess með hrifningu, þegar Kvöldvökurnar voru að koma með nýjan kafla af þessari einstæðu sögu. Sag- an segir frá frönskum blaðamanni, sem býðst geysileg- ur arfur, ef hann ferðist kringum hnöttinn á einu ári íyrir aðeins 25 cent. Þetta tekst, og er það efni sögunn- ar að skýra frá, hvernig þetta ótrúlega ferðalag tekst og blaðamaðurinn fær arfinn og að auki ljómandi fallega stúlku eftir allmiklar þrengingar. Hugmynda- flug höfundarins og hugkvæmni er alveg einstakt, og þvi furðulegra, að nafn þessa snjalla höfundar hefur týnzt. Sagan er svo gerð, að allir, jafnt ungir sem gaml- ir, konur sem karlar, og hverrar stéttar sem eru, hafa jafngaman að henni. í lausas. kr. 150.00. Til áskrif. HEB aðeins kr. 105.00. Heima er bezt a. 421

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.