Hljóðabunga - 01.03.1975, Side 4
Jón Jónsson
skrnddnri
segir ird
Fært heíur í letur
Guðjón Friðriksson
1. hluti
UPPRUNI
Ég er fæddur 1890, heiti Jón og er Jóns-
son. Foreldrar mínir voru Jón Sigurðsson
bóndi á Höfða í Dýrafirði og kona hans
Margrét, dóttir Sighvats borgfirðings. Við
vorum 7 bræðurnir. Fjórir komust upp svo
að þeir giftust. Við erum bara tveir eftir
núna, Sighvatur á Höfða og ég. Sigurður og
Þórarinn drukknuðu báðir. Sigurður var
skotinn niður á stríðsárunum á bát sem hét
Pétursey, en Þórarinn drukknaði á em-
möstrung, líklega á Arnarfirði.
Fólkið mitt var fátækt fólk, bjó á litlum
skikum á Höfðajörðinni og þótti gott að
hafa að éta ef það var. Á Höfða voru þrír
bændur. Þeir voru Sighvatur afi minn,
pabbi og annar bóndi utar á túninu, sem
hét Jón Þórarinsson. Svo var húsfólk þarna.
Það átti kannski 3 til 4 kindur. Margbýlt
var á hverjum bæ í Dýrafirði og húsmenn
á flestum þeirra. Húsmennirnir áttu kofa
utan í túnjaðrinum og bjuggu sjálfstæðu
lífi, voru flestir á skakskútum á sumrin og
stunduðu útræði á haustin fram að jóla-
föstu.
SIGHVATUR BORGFIRÐINGUR
Sighvatur afi minn var í minna meðal-
lagi maður, liðlegur, frekar hnellinn, snagg-
aralegur, þegar vel lá á honum, en hvers-
dagslega var hann alltaf í skruddum sinum
og lét allt ganga fyrir sem að þeim laut.
Hann skrifaði tyggjandi og var illa við, ef
mikill hávaði var gerður í kringum hann.
Við vorum eiginlega eins og lús með saiun,
þegar við vorum í nálægð hans nema hann
legði allt frá sér, þá var hann hýr og fjör-
legur í tali.
Ef gestir kornu var hann feikilega gest-
risinn og opinn við þá, spurði þá spjör-
unum úr og svaraði með fyndni og ýmsu
eftir því sem við lá. Hann reyndi að fá
eitthvað út úr þeim, sem hann gæti fest á
blað. Ég held, að það hafi oft verið tilgang-
urinn. En honum lá nú orð til þeirra sumra,
þegar þeir voru farnir:
„Mikill hlandauli var nú þetta. Það var
tóm lygi og þvaður, sem hann var að segja”.
Afi minn hafði ýmis orðatiltæki sem
hann bjó til sjálfur. Hann hafði margar
samlíkingar um grút og hvalþjósur og
gjúgur, oft í sambandi við heilaástand
fólks, sem honum fannst vera heldur svona
heimskt. Hann naut þess að beita þeim.
Ég ímynda mér að það komi aldrei sögu-
karl af hans tagi meir. Bækurnar voru i
kringum hann en húsakynnin léleg. Ef
rigndi mikið var hætt við að þekjan læki.
Þá voru teknir allir þeir skinnbjórar, sem
til voru og áttu að fara í skóskæði, og breidd-
ir yfir svo að hripaði út af. Hann fékk lánað-
ar bækur sunnan úr Reykjavík í gegnum
Jón Þorkelsson og varð hann að hafa sig all-
an við að afrita. Einu sinni man ég eftir að
hann fékk bók lánaða sem hann sagði að
vægi fjórðung, og hann afskrifaði hana frá
fyrsta vetrardegi til síðasta með innskotum
4
HLJÓÐABUNGA