Hljóðabunga - 01.03.1975, Síða 11
vítið hann Höfda-Móri segir”. Afi svarar:
„Ég fyrirlít svín öll”.
Þá var samtalinu lokið og hver fór í sína
ótt. Ég held að þetta hafi ekkcrt verið erft.
Báðir kenndir. Honum þótti gott i staupinu
honum afa. Þegar þeir komu svona áttu
þeir alltaf slatta og konm til þess að h)rrga
honum.
Svo voru menn sem bárust meira á held-
ur en hinir og voru eitthvað hetur efnum
búnir, vel ldæddir og áttu hesta til að riða
á. Þeir kornu kannski þrír og riðu í fleng
og beygðu svo heirn að bænum. Þar var
stokkið af baki og þá var mikið talað. Já,
þetta voru miklir karlar. Einu sinni missti
einn þeirra flösku sem var í töskunni fyrir
aftan hnakkinn. Hann var fljótur af baki
en flaskan var brotin. Botninn var óreglu-
lega brotinn og eitthvað eftir i honum. Hann
leit á hann, hallar flöskunni til og hellir
upp i sig síðasta dropanum, sem var i
lögginni.
Pabbi og allir nágrannabændurnir í Dýra-
firði og vestur í Arnarfjörð og norður eftir
töluðu vel og sterkt upp á d:
„Hann er að gera nordan og það er harda
gardur úti. Fardu upp i skardið og náðu
í rollurnar”.
Þetta var vestfirska, en var að byrja að
leggjast niður. Þá voru menn að lesa ný-
tískubækurnar og menn fóru að fara í
skóla, sumir fóru í húnaðarskóla, sumir á
Flenshorgarskóla og lærðu þá upplestur og
framsögn ýmisa. Það var fljótt að smitta.
HAFSTEINSÁFALLIÐ
Ég hef verið 9 ára, eða á 9. árinu, þegar
Hafsteinsáfallið var. Enski togarinn var að
toga inn á milli Mýra og Haukadals og þeir
drekktu þremur mönnum, saklausum
sveitamönnum, sem voru að róa. að honum
fyrir sýslumanninn. Þetta voru vinir manns
og kunningjar. Við sáum mikið eftir þeim
og elskuðum ekki þá sem drápu þá. Það er
alveg áreiðanlegt. Togarinn var á fjögurra
mílna hraða og hinir höfðu orðið að róa
kappróður til að ná honum. Þegar þeir
HLJÓÐABUNGA
Þeir voru þungir fyrir vestfirðingarnir.
koma aftan að skipinu, þá grípa þeir troll-
vírana, en hann slakar allt i einu á og setti
allt yfir bátinn. Englendingnm fórst þetta
mjög illa. Það voru engir tilburðir af þeirra
hálfu til að hjarga þangað til kappróandi
skekta kom frá Haukadal með byssu. Það
var verið að ámæla þeim fyrir klaufaskap-
inn að leggja svona vitlaust að, að koma
aftan að skipinu, en þeir bara gátu ekki
haldið hraða þess. Þetta var enginn vélbát-
ur. Hannes Hafstein ætlaði víst að stökkva
um borð.
Þeir sögðu mér það gamlir klæðskerar,
sem unnu með mér á verkstæði á Englandi,
og mundu eftir þessu úr blöðum, að enski
skipstjórinn hefði verið hurt rekinn frá
útgerðarfélaginu í 6 mánuði og verið kom-
inn á skip árið eftir. Það vantaði vitni héð-
an til að sverja á hann. Annars hefði hann
verið hengdur. Nei, hann fékk ekki dóm.
Þetta var bara skaðabótaskylt og skaða-
bæturnar ekkert, sem heitið gæti.
Afi sagði mér einu sinni sögu um Jón
11