Hljóðabunga - 01.03.1975, Síða 14

Hljóðabunga - 01.03.1975, Síða 14
Dýrafirði. Ekki var hægt að láta þetta bera sig lengur. KAPTEINN BERG Forstjóri hvalveiðastöðvarinnar hét Lárus Berg. Við máttum aldrei kalla hann annað en kaptein Berg og áttum að taka ofan, þegar við mættum honum. En hann tók aldrei ofan fyrir okkur, setti bara höndina upp að hattbarðinu. Það var svo sem gott. Hann var góður við okkur meðan við vorum mjög litlir, en svo fór hann að verða nokkuð stífur, hefur víst ekki viljað hleypa okkur nær en svona mátulega. Börn forstjórans voru þar í leik, við lékum okkur saman úti en ekki inni. Yngsta dóttir hans skrifar mér enn. Hún fæddist á Höfða og ég á heil- mikið af myndum og öðru frá hvalveiða- stöðinni, sem hún hefur verið að reita í mig. Menning á heimili Bcrgs var á háu stigi, en hjá okkur var allt mjög lélegt. Þar var lús og þrengsli. Ég hef oft dáðst að því í huganum síðan, hvað þetta fólk hefur kunnað að umgangast aðra, eins og það hefur nú verið dálítið vandamál að fá ekki smitt. Við vorum frjálsmannlega úti á sama sleðanum, tvennt og þrennt. Nei, það er aðdáunarvert. NORSKIR VERKAMENN Verkamennirnir, sem flestir voru norskir, bjuggu í bröggum, alllangt frá sjálfri bræðslustöðinni. Braggarnir voru nokkuð margir, því að deilt var niður á þá eftir stöðu. Einn hét smedbraggi. Þar voru allir handverksmenn t.d. trésmiðir. járnsmiðir og blikksmiðir. Svo var flensibraggi. Þar voru þeir, sem kallaðir voru flensarar og skáru utan af hvalnum og kunnu að sundra honum. Þeir höfðu óreglulegan vinnutíma, unnu jafnvel á nóttunni eftir því sem stóð á sjó, þegar hvalnum var fleytt upp. Hinir unnu reglulega frá 6 á morgnana til 7 á kvöldin. Það var klukkutími í morgunmat og klukkutími í hádegismat, hálftími í kaffi tvisvar sinnum, svo að það hefur ekki verið unnið meira en 10 tíma. Reglulegur vinnu- tími hafði ekki þekkst áður í Dýrafirði, allir voru þrælar nótt og dag, þegar á þá var kallað. Þetta má því upp á vissan handa máta telja menningarleg áhrif frá norðmönnunum. Braggi þurrkunarmanna og ketilkúmsmanna var kallaður milli- braggi. Það var ekki eins lélegt að vera flensari eins og að vera vanalegur ketil- kúmsmaður. Þeir voru kallaðir kúmmarar. Þetta voru tómar stéttir og ég hugsa, að það hafi verið kaupmunur einhver undir þess- um kringumstæðum. Verkstjórar og kokkar voru í sérbragga, sem kallaður var messa. I íslendingabragga voru svo íslensku verka- mennirnir. Norðmenn höfðu vélaverkstæði, bæði eld- smiðju og rennibekki. Þeir réttu alla sína skutla. Ég held næstum að þeir hafi smíðað skutla. Þó er ég ekki viss. Þar var strákur, sem var kallaður smedgut. Hann blés. Svo sló hann á alls konar móthamra, sem yfir- smiðurinn hélt yfir. Þetta gogguðum við strax í strákarnir og fengum að sjá miklu meira en fjöldinn gerði. Norðmennirnir voru ágætir og mér er alltaf hlýtt til þeirra sem þjóðar i gegnum þessa kynningu. Þetta var almúgalýður, sem talaði ýmis konar norsku frá austur- norsku til sveitamáls, svo að maður lærði fljótt að skilja. Austurnorskuna lagði mað- ur samt rækt við, sérstaklega þegar maður fór að lesa. Ég kann norsku enn og get vel talað hana. Hún hefur setið i mér. 14 HLJÖÐABUNGA

x

Hljóðabunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.