Hljóðabunga - 01.03.1975, Qupperneq 26
íþróttamót U. M. F. Islands.
Alment íþróttamóí fyrir land alt fer fram f Reykjavík á tímahifinu
frá 17. ti! 25. júní n. k.( þar sem mönnum gefst kostur á að taka þátt í
þessum íþróttum:
Leikfimi — ísfensk glíma — Sund — Kapphlaup —
Kappganga — Stökk (svo sem stangar-, latig* og hástökk) — Kast
(svo sem spjótkast, knattkast og kiíluvarp) — Reiptog — Knatt-
lelkur (fótknðttur) — Grísk-rómversk glíma — Hjólrelðar —
Lyftingar.
Þeir, sem æskja þáttöku, gefi síg fram við leikfimiskennara Björn
jakobsson í Reykjavík fyrir 1. maí n. k.
Reykjavík, 26. jan. 1011.
Fyrir hönd Ungmennafélaga ísfands.
Bjöm Jakobsson. Qaðmundur Sigutjónsson. Hdgi Vaitýsson.
Sigurjón Pétursson. Þorkell P. Ctcmentz.
Umf. ruddu brautina í'yi'ir íþróttaiðkun
en hún var hér sáralítil áður en þau komu
til. 1 upphafi lögðu þau mesta áherslu á
íslenska glimu, sund og skíðaiþrótt, en
síðan hafa þau látið flestar íþróttagreinar
til sín taka, og ein er sú tegund íþrótta
sem umf. hafa einbeitt sér fyrir. Það eru
starfsíþróttirnar, eins konar starfsgreina-
keppni, sem ætlað er að efla áhuga og
skilning á gildi vel unnins starfs.
Leshringum, sem siðar hafa orðið kjarni
héraðsbókasafna víða um land. var komið
á fót af ýmsum umf. og reyndar gjörbyltu
félögin víða öllu skemmtana- og menn-
ingarlífi sveitanna.
Leiklist hefur verið stunduð i mörgum
félögum, mörg hafa reynt að efla heimilis-
iðnað og alþýðulist og orðið allvel ágengt.
Efnisleg ummerki ungmennastarfsins
getur víða að líta í sveitum landsins. Fél-
agsheimili, skógræktargirðingar og sund-
laugar til sveita eru vanalega að meira eða
minna leyti verk ungmennafélaga, auk þess
eru héraðskólarnir að stórum hluta til
orðnir fyrir baráttu og óeigingjarnt starf
þeirra.
Baróttumálin sem hæst har á fyrri árum
hreyfingarinnar voru einkum fjögur:
Fánamálið, þ.e. baráttan fyrir hvitbláa
fánanum, sem flestir vita hvernig lauk, en
„Hvitbláinn” er nú fáni UMFl.
Lýðháskólar að noskri fyrirmynd. (þ.e.
skólar sem meiri áherslu leggja á að ala
upp dugandi og víðsýna einstaklinga en
ófrjóa staðreyndamötun, t.d. er ekki gert
ráð fyrir prófum). Sú barátta bar árangur
í nokkuð hreyttri mynd, en héraðsskólarnir
sem Jónas Jónsson beitti sér manna mest
fyrir voru runnir af sömu rót.
Þegnskylduvinna hefur lengi verið á
stefnuskrá UMFl en hefur ekki náð fram
að ganga.
Bindindismál: Mjög mikil áhersla var
lögð á áfengisbindindi í umf. fyrstu tvo
áratugina. Var því vel framfylgt meðan
bannlögin voru við lýði, en síðan fór að
halla undan fæti, og 1933 var bindindis-
heitið fellt niður í UMFl, þar sem það
virtist vera orðið lítið annað en dauður bók-
stafur. Félögin hafa þó haldið áfram bind-
indisáróðri og fræðslu.
FRAM LlÐA STUNDIR
Blómaskeið ungmennafélaganna var ára-
tugurinn 1907-17. f>á geystust þau fram á
völl þjóðlífsins, glóandi af hugsjónaeldi og
létu sér fátt mannlegt óviðkomandi. Þau
völdu sér kjörorðið „ísland allt”. Ættjörð-
ina skyldi meta ofar öllu öðru.
Félögum fjölgaði geysiört fyrstu fimm
árin, (1911 voru félög innan UMFl 42
og félagar um 2000) en síðan mó segja að
þeim hafi fjölgað hægt og sígandi.
Á heimsstyr j aldarárunum 1914-18 og
eftir þau urðu stórfelldar breytingar á
atvinnu- og stjórnarháttum hér á landi.
Langþráðu fullveldi var náð, útgerð tók að
eflast og dró til sín fólk úr sveitunum.
Mjög dofnaði yfir starfi umf. á þessum
árum. Styrjöldin hafði breytt gildismati
fólks, minnkað bjartsýnina. 1920 skrifar
Helgi Valtýsson í Skinfaxa:
„Það eru erfiðir tímar, skuggar ófriðarins
mikla grúfa yfir hugum manna. Menn
hafa látið hugsjónir sínar falla hér sem
annars staðar. Bjartsýni og eldmóður
aldamótaáranna hefur snúist í kæruleysi,
Fyrirlestrar og málfundir um >tuís mál-
efni voru haldnir til að bæta skilning og
þekkingu á vandamálum samtímans.
Auglýsing um fyrsta landsmót UIVIFÍ.
26
HLJÓÐABUNGA