Hljóðabunga - 01.03.1975, Síða 30

Hljóðabunga - 01.03.1975, Síða 30
öll þessi starfssemi kostar vitanlega mikið fé, sambandið hefur undanfarin ár notið nokkurs styrks af fjárlögum, en hefur að öðru leyti orðið að afla fjár á eigin spýtur. (Styrkurinn var á síðasta ári 2,2 millj., en á fjárhagsáætlun þessa árs er gert ráð fyrir að sambandið hafi 11,5 milljónir í veltunni. „Sú kemur tíð, að sárin foldar gróa”. — Ungmennafélagar við sáningu Norðanlands. 1 framhaldi af þessu kann einhver að spyrja: Hafa ungmennafélögin ekki lokið hlutverki sínu sem virkt afl í jjjóðmálum, er ekki hugsjónaneistinn kulnaður? •—- Sig- urður Geirdal núverandi framkvæmda- stjóri UMFl svarar þessari spurningu fyrir sitt leyti í Skinfaxa 1969: „Með orðunum „Ræktun lýðs” er ekki eingöngu átt við líkamsrækt, heldur miklu meira. — Hugarkuldinn og spenn- an sem stórborgarlíf og hraði atómaldar færir okkur, kallar vissulega á ])jóðleg hugsjónafélög. Og vandamál íslensku þjóðarinnar í dag kalla vissulega á ung- mennafélögin til starfa. Það er þörf á nýrri vakningu, þegar umræður manna á meðal eru farnar að snúast um land- flótta, unglingavandamál, náttúruspjöll af mannavöldum, eða hvort selja eigi eða leigja erlendu liervaldi hluta af Is- landi. Þetta eru mál sem koma ung- mennafélögunum við, jætta eru einnig mál sem ungmennafélögin eiga svör við. Þessi mál og ótal önnur kalla á breið- fylkingu ungra manna og kvenna, sóma Islands til varnar. Þá breiðfylkingu geta ungmennafélögin skapað. — Þjóðmála- baráttu ungmennafélaganna á ekki að vera lokið, henni getur aldrei verið lokið hjá félagssamtökum sem völdu sér boð- orðið „Island allt”. REGIN DAHL Ástarkvæði Uruhir í mínnm hönclum: mitti og mjaðmir blómmjúkar og þétt við egrað hjal þitt milt örvita hvíslandi Augun lukt nasirnar kvikar og munnurinn opinn til að ég læsi honum til að við læsumst saman fastlega greipt Undur í hönclum bolur og mjaðmcibugur- og hafsins remma hafsins dgnur um aldur og ævi (Gubjón Frióriksson þýddi úr færeysku) 30 HLJÓÐABUNGA

x

Hljóðabunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.