Hljóðabunga - 01.03.1975, Page 31

Hljóðabunga - 01.03.1975, Page 31
Frelsið, menningin og nútíminn Viðtal við Ragnar H. Ragnar Þegar ritnefnd Hljóðabungu ákvað að hafa viðtal við merkan mann í fyrsta tölublaði sínu var eðlilegt að nafn Ragnars H. Ragnars, skóla- stjóra Tónlistarskólans á ísafirði, kæmi fljótt upp í hugann. Hann hefur um meira en aldar- fjórðungsskeið skilið eftir sig slík spor í tón- listarsögu Vestfjarða, og reyndar alls landsins, að hann er orðinn þjóðsagnapersóna í lifanda lífi. Á bessu tímabili hefur stór hluti af færustu hérlendum píanóeinleikurum útskrifast úr skóla hans, og Ragnar er viðurkenndur sem fremstur íslenskra píanókennara. Hann er auk þess víðlesinn og menntaður í besta skilningi þess orðs. Er því vænlegt að leita í smiðju hans um fleira en tónlist. Sá kostur hefur verið valinn hér. Ragnar Hjálmarsson Ragnar er af merkum ættum kominn, fæddist árið 1898 á Ljótsstöðum í Laxárdal í S-Þingeyjarsýslu og ólst þar upp. Lifandi áhugi hans og eldmóður hefur sjálfsagt verið vakinn í hinum fræga þingeyska aldamóta- anda. Að loknu samvinnuskólaprófi fór Ragnar til Vesturheims og bjó síðan um 27 ára skeið í Kanada og Bandaríkjunum. Þar lærði hann tón- list og kenndi hana síðan. Einnig fékkst hann við söngstjórn og tónsmíðar. Árið 1942 gerðist Ragnar sjálfboðaliði í Bandaríkjaher og gegndi herþjónustu til stríðsloka. Á árinu 1948 fluttist hann heim og tók við skólastjórn á ísafirði. Á heimili þeirra hjóna, Ragnars og Sigríðar, á Smiðjugötu 5 spjölluðum við yfir kaffibolla eina kvöldstund í nóvember og nutum mikillar gestrisni. Talið berst brátt að heimspekilegum vandamálum og við hefjum að skjóta spurn- ingum á Ragnar. FRELSIÐ Hvernig skilgreinir þú frelsið? — Þetta er hugtak sem ég hef ákaflega mikið velt fyrir mér af því að mér finnst að maður sem er ófrjáls sé eiginlega verri en dauður. Hins vegar getur eins frelsi verið ófrelsi annars og verður því að takmarkast af kringumstæðum. Frelsi sem gengur á rétt annarra er ofbeldi og í nútímanum hafa margir notfært sér þetta. Menn hafa framið hina verstu glæpi í nafni frelsisins. Verður þá ekki í raun og veru að takmarka frelsið talsvert til þess að það geti notið sín? — 'Það er mjög erfitt að takmarka málfrelsi, samkomufrelsi, prentfrelsi og því um líkt og má ekki nema að mjög litlu leyti. Öðru máli gegnir um athafnafrelsi. Það verður einhvern veginn að takmarka. Það á enginn að hafa frelsi til að gera hvað sem er. Frelsinu er best borgið þannig að allir hlutir í þjóðfélaginu séu framkvæmdir með atkvæðum meirihlutans og minnihlutinn fái að vinna fyrir sínum málum á heiðarlegan máta svo lengi sem hann notar ekkert ofbeldi. Með öðrum orðum að þjóðfélagið sé ofbeldislaust. Þegar minnihlutinn eða meirihlutinn grípur til vopna til að kúga hinn þá er frelsið farið. Við eigum að hafa þjóðfélagsfyrirkomulag sem gerir byltingu með ofbeldi oþarfa. Og í íslensku þjóðfélagi er engin þörf fyrir blóðuga byltingu því að hver sem er getur fengið ótakmarkað tækifæri til þess að vinna málstað sínum fylgi og það er það !sem við þurfum. Það er ekki langt síðan allt þetta isem við höfum núna var minni- hlutaskoðun í landinu, sjúkrahjálp, ellilaun, vegir og þess háttar. Það var ekki álitin nein þörf á HLJÖÐABUNGA 31

x

Hljóðabunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.