Hljóðabunga - 01.03.1975, Síða 40

Hljóðabunga - 01.03.1975, Síða 40
Halldór Þorgeirsson: Greinorkorn um Buhá’ítrú NÍJTlMINN Mikið hefur verið rætt um trúmál nú á síðustu áratugum. Margt hefur gerst í heim- inum á síðustu árum sem breytir heims- mynd okkar, vísindi hafa þróast mjög ört, almenn menntun aukist og fjarlægðir minnkað. Vísindamenn hafa útskýrt mörg áður óútskýranleg fyrirbæri, ferðast um liinn stóra himinngeim og kannað undir- djúpin. Maðurinn hefur meira að segja náð tökum á áður duldum heimi smásjárinnar. Þessi þróun hefur átt sér stað á geysi skömmum tíma ef miðað er við sögu mann- kynsins. Það má nefna sem dæmi að um 90% atlra vísindamanna sem uppi hafa verið, voru á lífi 1967. Þetta stökk okkar inn í heim tækninnar hefur haft djúpstæð áhrif á trúarskoðanir og almennt viðhorf til lífsins. Okkur hættir til að hafa oftrú á mátt mannsins og visindanna og telja þau geta leyst allan vanda. Sumir ganga jafnvel svo langt að segja að Guð sé aðeins eitt af því sem vísindin eigi eftir að útskýra og mæla. Hugmyndin um Guð sé orðin úrelt. Þessi efnishyggja hefur mjög háð and- legri þróun samfélagsins. Áhrif trúarbragða hafa minnkað að mun vegna óeiningar innan þeirra. Trúaðir menn hafa skipst í marga mismunandi hópa, hverja öðrum fjandsamlega. Harðvítugar deilur hafa risið um ytri helgisiði og smáatriði sem ekkert koma trú við. Þessi óeining skapar fordóma og ofstæki þar sem menn einangr- ast innan síns hóps og telja aðra villuráf- andi og óguðlega. Þetta er hörmung og mikill skaði, því að við vitum öll að aðeins er til einn Guð, ein trú og eitt mannkyn. Sem dæmi um ringulreiðina má nefna að í Bandaríkjunum er algengt að í 10.000 manna bæ séu allt að 3-4 mismunandi kirkjur í stöðugri baráttu. Finnst ykkur nokkurt vit í þessu? Þetta hefur orðið til þess að raunverulegur kjarni trúarbragð- anna hefur fallið í skuggann af deilum og samkeppni skoðanahópanna um lýðhylli. 40 HLJÓÐABUNGA

x

Hljóðabunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.