Hljóðabunga

Ukioqatigiit

Hljóðabunga - 01.03.1975, Qupperneq 47

Hljóðabunga - 01.03.1975, Qupperneq 47
tilraunum ljúki með stofnun fyrsta kaup- félagsins í enska smábænum Rochdale. Starfsreglur þess voru eins konar lokaniður- staða allra fyrri tilrauna. Rochdale-kaup- félagið er réttilega talið upphaf nútíma- samvinnuhreyfingar, því í reglum þess er að finna öll þau atriði sem enn þann dag i dag einkenna samvinnufélög. Á ISLANDI Upphaf samvinnuhreyfingar hér á landi má rekja allt aftur til miðrar siðustu aldar. Þó að samvinnuskipulagið hafi verið full- mótað í Englandi 1844, þá benda samtima- heimildir til að reglur þess hafi verið alls óþekktar á íslandi fram á síðusta tug ald- arinnar. Fyrstu íslensku samvinnufélögin hafa því ekki verið nein eftiröpun af er- lendum fyrirmyndum, heldur sér-íslenskt fyrirbrigði, til orðið vegna innlendra að- stæðna og aðlagað íslenskum þörfum. Rétt er að líta nokkru nánar á hverjar þessar aðstæður voru. Um miðja nítjándu öld varð skyndilega vakning með íslensku þjóðinni. Það voru áhrif frá frelsis- og byltingarlöndum sem hæst risu í Evrópu urn þessar mundir, og gætti ótrúlega mikið í hugum lands- manna. Skyndilega virtust menn eygja von um aukið frelsi og jafnvel endurreisn sjálf- stæðis þjóðarinnar, eftir aldalanga niður- lægingu og áþján erlendra aðila. Á þessum árum létu fyrst að sér kveða margir þeirra manna sem forystu tóku í sjálfstæðisharátt- unni og var Jón Sigurðsson fremstur í flokki. Þeirra hlutverk var bæði að knýja á tilslakanir af hálfu danskra yfirvalda og þó enn frekar að hvetja alþýðuna til sam- stöðu í nýjum og stærri átökum. Ástandið i verslunarmálum landsmanna hafði frá fornu vei’ið bághorið. Lengst af var verslunin aðalleið hinna dönsku drottn- ara til að græða á þjóðinni, og var órétt- lætið og kúgunin því einna gleggst á þvi sviði. Einokun var á versluninni allt frá aldamótum 1600, og hún ekki gefin algjör- lega frjáls fyrr en í öldugangi áranna um miðja síðustu öld, nánar tiltekið árið 1854. Þegar einokuninni lauk færðist verslunin að mestu í hendur svonefndra selstöðu- kaupmanna, erlendra manna sem versluðu mjög í anda einokunarinnar, höfðu prett- vísi og vörusvik að leiðarljósi og stofnuðu fljótt til fjandskapar við landsmenn. Það var þvi eitt hrýnasta réttlætismál þessa tínva að innleiða í landið heilhrigða versl- unarhætti, og það varð ekki öðruvísi gert en að íslendingar sjálfir færu að skipta sér af verslunarrekstri. Hvatning þess efnis kom frá Jóni Sigurðssyni sem ritaði í Ný Félagsrit áskorun til landsmanna að stofna til samtaka um verslunarrekstur. Á ára- tugnum 1870-80 voru nokkur slík verslunar- félög stofnuð og er Gránufélag Tryggva Gunnarssonar á Akureyri frægasta dæmið um þau. Höfuðgallinn var sá að þessi félög lifðu aðeins i skamman tíma. Þau gegndu mikilvægu hlutverki í að kynna landsmönnum heilbrigða verslunarhætti en enn virtist vanta einhvern styrktarþátt sem gerði þeim kleift að verða varanleg. Sá þáttur fannst við stofnun fyrsta kaup- félagsins, og var „samábyrgð” allra félags- manna. Það er athyglisvert hvað sú þróun sem hér hefur verið rakin og áframhald hennar, er lik þeirri sem átti sér stað í Englandi nokkrum áratugum áður. Hinn íslenski endahnútur í leit að heppilegu verslunar- formi, var stofnun Kaupfélags Þingeyinga HLJÓÐABUNGA 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Hljóðabunga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.