Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1959, Blaðsíða 4

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1959, Blaðsíða 4
- 4 - DAGBÓKAR 34/ 13 1958. - Kæra dagbók. Helgin hefur liðið með hörmungum. Ég og Nilli ætluðum að fara. í veiðiferð upp að Laxavatni. Okkur gekk ágætlega að komast burt úr bænum, en þegar við vorum að komast yfir Jónsá, þá sprakk að framan hjá Nilla. Náttúrlega, sko, fórum við á hjólunum okkar. Nú voru góð ráð dýr. Yið höfðum eng- in verkfæri nema pumpu. "Heyrðu, Nilli, " sagði ég, "bílstjór- arnir í bílunum hljóta að hafa bætur." "Já," svaraði Nilli, "reyndu að stoppa einhvern og biddu hann að lána okkur verkfæri. " Ég tók mér stöðu á miðjum veginum, sem var hæðóttur og kjarr óx meðfram honum beggja megin. Bíll kom á mikilli ferð, en bílstjórinn sá mig fyrst, þegar hann átti ófarna um 25 m til mín. Hann snarhemlaði og tókst naumlega að beygja frá mér. Ég varð svo skelkaður, að ég gat mig hvergi hrært. NiLli var sjálf skelfingin uppmáluð. Hárið á honum stóð beint út í loftið af hræðslu og hann æpti allt hvað af tók. Bílstjórinn kom æðandi út úr bílnum og hellti úr skálum reiði sinnar yfir okkur. Ég man óglöggt, hvað hann sagði, en eitthvað minntist hann á umferðarlög, vandræðaheimili, götu- stráka og. sitthvað fleira. Að lokum hleypti hann af kveðjuskotinu og þaut af stað. Við vorum máttfarnir í meira lagi eftir öll þessi ósköp, en þegar okkur hafði tekizt að bæta hjólslönguna með tyggigumi gekk ferðin slysalaust, þangað maður með stöng og var að reyna að veiða. Við spurðum karl, hvort hann hefði veitt nokkuð. "JÚ og jamm, " svaraði hann, "ég fékk einn pundsfisk áðan". Allt í einu datt Nilla í hug, að við færum ekki lengra, en fengjum leyfi hjá manninum til að renna einu færi. Jú, jú, karl kvað það vera í lagi. Síðan beittum við og tókum okkur stöðu hinu megin á brúnni. Nilli kastaði fyrst og kastaði nokkuð upp eftir ánni. Við ætluðum að láta línuna reka með straumnum, en gleymdum því, að færi veiðimannsins var líka. út í ánni. Svo illa tókst til, að færin festust saman, en karl hélt, að þa,r hefði hann fest í íallegan fisk og fók að draga fær - ið inn. Við fundum líka, að kippt var í og byrjuðum að draga línuna, þar til allt sat fast, hvernig sem Nilli rembd- ist. Þegar ég sá, að allt var heldur ekki með felldu hjá veiðimanninum, fór mig að gruna ástæðuna og bað Nilla að gefa út línuna, svo að við gætum greitt hana, þegar hún kæmi upp hjá karli. Hann var í ágætu skapi og skelli hló, þegar hann sá, hvernig ástatt var. NÚ kom röðin að mér að kasta, en það fór sem fór. Öngullinn kræktist í húfunni á manninum, og hún hentist langt upp í ána. Karl varð fjúkandi vondur og skipaði mér að ná í hana, en hún hafði losnað af önglinum og rak með talsverðum hraða niður ána. Ég hljóp til og fór út á tanga í ánni og ætlaði að freista þess að ná húfunni þar. Ég teygði mig eins og ég gat, en um leið og ég náði taki á húfunni, féll Frh. á bls. 21.

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.