Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1959, Blaðsíða 11

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1959, Blaðsíða 11
- 11 - ég var viö einhvers konar hreyfingu og mér til mikillar undrunar finn ég mig lyftast frá gélfinu. í örvæntingu sleppi ég söndulunum og, viti menn, ég dett niður aftur. Nú verð ég þess var, að hurðin er byrjuð að láta undan. Það kemur sér stundum vel að hafa fengið tíu í eðlisfræði. Með öruggum handtökum gríp ég sandalana, set þá á fæturna, ríf hurðina upp á gátt, og þýt fram. Óvætturin, sem nú er orðin þrefalt stærri, ætlar að grípa mig glóðvolgan; en henni verður ekki kápan úr því klæð- inu. Ég spyrni mér frá golfinu og líð upp í loftið, og þvílíkir töfraskór ! Ég er viss um, að ég get tekið sjö mílur í einu skrefi. Ég skýzt upp í gegnum þakið og stíg hærra og hærra út í ómæl- isgeiminn. En þá finn ég allt í einu mér til skelfingar, að skórnir byrja að losna, og áður en ég átta mig, eru þeir dottnir af mér. Ég hrapa, endastingst í loftinu og snýst í hringi, eins og skoppara- kringla og skyndilega rekst ég á eitthvað hart. Ég finn til logandi sársauka í síð- unni og....... ég ligg á gólfinu í stofunni minni og fyrir framan mig se ég sandal- ana góðu, sem höfðu losnað af mér á íluginu undan óvættinni. Ég lít hærra og upp eftir þrekvöxnum fótleggjum, en þeg- ar ég kem loksins auga á andlitið, þá hverfur mér meðvitundin, í hið annað sinn. H. J. JÁ, ÞAÐ VAR í HAUST Það var í haust, þegar klukkunni var seinkað að veturinn kom Þá blánaði nef og kólnaði kroppur og kuldagjóstur upp bakið skreið veðrin eru bæði válynd og leið já, víst er það Það var í haust, þegar var kosið þing til að stjórna landinu. Þeir töpuðu á bláa bandinu Æ, bölvað stuð var það En víst er það sama þótt veðráttan gráni og verði bitur á ny, hún verður einhverntíma aftur hlý já, það var í haust. ISLENZKA í III. bekk Nemandinn les: "Vér deyjum, ef þú ert ei liós það og líf, sem lyftir oss duftinu frá. " Erlendur : "Og hvaða duft er þetta, sem skáldið talar um ? " Nemandinn : "Lyftiduft ? " SKÚLI í sögu: í heims styrjöldinni fyrri stóð flbti Breta mjög styrkum fótum á hafinu.

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.