Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1959, Blaðsíða 9

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1959, Blaðsíða 9
- 9 - DRAUGURINN r PAKKHtJSINU ÞAÐ var þegar ég var 10 ára, að ég átti heima á bæ þeim, er heitir HraunleggjalangbrjéstsstaSir. Þar kva5 hafa verið reimt, og átti draugurinn að halda til í toftum þeim, er kallaðar voru Sjávarleggjalangs - brjósttóftir, en á þeim tóftum var pakkhúsið byggt. Ég hafði reimleika þessa í huga, þegar ég læddist út á pakkhúsloft, en pakkhúsið var notað til þess að geyma ýmislegt matar kyns, til dæmis voru niðri hangikjötslæri og bógar. Þar var líka eikartunna full af súrsuðum löppum, lappasultu, kindasviðum, hrúts - pungum, lundaböggum og magálum, og varð bæjarfólki oft tíðförult á kvöldin að tunnunni. anum og kvað draugslegum rómi : Drógin dregur dauða rót dýpst að lýtur moldu. Maginn herpist. Hefir snót stigið upp frá foldu ? Ef einhver hefði athugað betur.hvað ég hafði meðferðis, hefði hann farið að gruna margt. Ég laumaðist upp á pakkhúsloftið, því þar var bezt næði innan um kúta og kyrnur, sem voru fullar af alls konar mat. Þar á meðal var kútur fullur af súrri ólekju, og stóð hann svo framarlega á loft- skörinni, að ekki þurfti nema rétt að koma við hann, til þess að hann dytti niður. É g var alllengi að bauka uppi. Á meðan kom vinnukonan að sækja eitthvað í tunnuna niðri. Þessi stúlka hafði oft hrekkjað mig, svo ég éetlaði að hefna mín í eitt skipti fyr- ir öll. Vinnukonan var mjög myrkhrædd og sá oft drauga. Hún hafði Ijós með sér, sem hún hélt mjög hátt til að sjá í kringum sig. Mér tókst að slökkva Ijósið með því að kasta vænni skyrklessu á það, en hún nennti ekki aftur eftir öðru, heldur paufað- ist þarna í myrkrinu. Ég tók nú gamla fiskhausa, sem ég hafði haft með mér. Þeir höfðu hangið alllengi uppi, svo það maurildaði á þá í myrkrinu. Ég tók nú að góla ámátlega og grýta haus- unum í áttina að tunnunni. Sýndust þeir eins og glóandi hnyklar í loftinu. Einnig tók ég nú að sletta skyrinu í allar áttir, og við þennan "draugagang” brá vinnukonu- tetrinu svo, að hún varð að setjast um stund, en flúði svo inn til fólksins. Ég flýtti mér á eftir henni, en í stað þess að fara inn, fór ég að baðstofuglugg- Við þetta og frásögn stúlkunnar brá fólk- inu svo mikið, að það tók að signa sig og syngja sálma ; en ég flýtti mér inn, eftir að ég var búinn að taka saman hausana og annað dót draugsins. Eftir þennan draugagang þorði fólkið lengi vel ekki að fara neitt, nema að hafa Ijós og helzt að vera tvennt saman, og stundum þyljandi bænir. Ekki var ég eftir - bátur annarra hvað myrkfælnina snerti. "Blessaður sakleysinginn, " sagði fólkið, "erfðasynd hans hlýtur að vera stór,fyrst draugurinn ásækir hann eins og okkur "syndarana"." Ölmóður hinn vestfir^ki. ENSKA f 3.-X Nemandinn less: Relations by marriage are : ones father-in-law mother- ( brother-, sister-, son, daughter-) in law. Árni: Og þýða svo. Nemandinn þýðir: Ættingjar með giftingu eru tengdafaðir, tengdamóðir, tengda- bróðir, tengdasystir. Árni: Hvaða vitleysa strákur. Við segjum mágur og mágkona. Nemandinn: Jaá! ! ( og þýðir áfram ) - mágsonur, mágdóttir - o.s.frv.

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.