Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1959, Blaðsíða 17

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1959, Blaðsíða 17
17 skrift, þegar einhver hefur gripiS með sér blýant og blað af tilviljun. Sigurður Haukur lifir í endurminningum um jöfnur - hann var víst jafnaðarmað- ur og vildi gera alla jafngóða, en varð víst að hætta við það og þá hætti hann. " "Þá býzt ég við, að strákurinn standi sig í reikningi. Honum skeikar ekki í því að telja mínuturnar, þegar hann er við lærdóminn, en hvað er að segja um landafræði og náttúrufræði?" verður mér eflaust á að spyrja. "Já,það er nú margt um hana að segja. - Ólafur er alltaf í náttúrufræði- stofunni og passar þar alifuglana, páfa- gauka og kolíbrxufuglana fallegu. Stund- um lætur hann skarann fljúga út í sal- inn til að sýna nemendum lifnaðarhætti þeirra í lausu lofti. Það þykja skemmti- legustu tímarnir í skólanum, þegar allir fá að reyna að handsama fuglana og skoða þá. Guttormur er búinn að fá kjarnorku-helikopter og fer alla leið inn á Sprengisand með þá, sem nenna, til að sýna þeim troðningana eftir gömlu mennina, sem riðu á Þingvöll hér áður fyrr. Andrés - já - hann talaði svö illa um nafna sinn í bíómyndunum, að hann móðgaði mig og svo hélt hann því fram, að nemendur ættu ekki að hafa málfrelsi í skriftartímunum, krafðist af þeim að steinþegja - og þegar hann kenndi náttúrufræði, þá sagði hann sum- um að teikna þetta eða hitt, til að muna það betur - nei takk - þá vil ég heldur nafna hans í bíómyndunum - þó hann kunni kannske ekki að skrifa. NÚ er allt prentað, hvort sem er. Þess vegna voru báðir fegnir, þegar hann sagði upp." Ég fór nú að verða vongóður um, að strákurinn minn stæði sig vel í G. A. , en þótti tryggara að spyrja: "Hjálmar minn Ólafsson og ólafur Einarsson og séra Björn töluðu allir ágætle^a dönsku. Eitthvað er nú lært í þvi máli? " "já - eitthvað - annars er mest kennd danska með því að nemendur eru látnir hafa heita kartöflu upp í sér og babbla svo eins hratt og þeir geta. Stundum er þetta haft sem kappraun á dansæfing- um og þá æfa sig allir á því heima. Það er fín æfing í dönsku. Þessir gömlu kennarar ætluðu aldrei að geta lært þessa nýju aðferð og fengu því frí til náms í íþróttinni erlendis. " Ég færi sennilega að hugsa eitthvað á þessa leið : "Þetta er líklega orðinn skóli, sem frúnni myndi líka. HÚn er öll í nútíma- móðnum og strákurinn á að alast upp eftir tízkublöðum frá Dior. " En vegna þess, að nýi skólastjórinn mun tala mjög mikið á annan veg en gamli skólastjórinn minn, sem talaði bókmál, mun ég spyrja : "Þið kennið mikið í íslenzku, eða kennið þér hana með Gunnari og Er- lendi? " "Já - ég kenni hana mest og kenni hana mikið. Þeir Gunnar og Erlendur voru hættir að skilja málið og skildu ekki orð eins og kall, sem hét einu sinni króna. Gæja og pæju kölluðu þeir pilt og stúlku, og aðeins einstaka sinn- um sagði Gunnar "Skvísan mín, " en lang oftast ungfrú. Ég átti ekki spíru, þegar þeir voru að lesa upp það, sem stóð á prenti fyrir framan þá og sögðu nemendum að prenta þetta á ritvélarnar sínar. Það er víst nóg til af þessum stafsetningarbókum, þótt þær séu ekki framleiddar hér í fjöldaframleiðslu og það er nóg framboð að prenturum. Þeir fóru því að grúska I þessum gömlu húðpappírum eða skinnaskjölum, sem komu frá Kaupmannahöfn eftir að fslendingar unnu stríðið við Bretana. Danirnir þorðu ekki í "fighting" við okkur eftir það - skilurðu - ? " "Já, ég skil það, " mun ég segja, "við eigum líka svo ágæta nýmóðins skóla, núna - ha, ha". Já, ef þetta ætti nú allt saman eftir að gerast á þennan veg, þá væru nokkr- ir skólafélaga minna ánægðir. Þá yrði G. A. eins og þeir vilja hafa hann núna. En þá vaknar líka spurningin - hvernig vilja synir þeirra, að skólinn sé, þegar þeir koma hingað ? Eins og það er gott að geta breitt yfir sig sængina á kvöldin og sofnað frá amstrinu eftir daginn, þá væri líka gott að geta breitt yfir sig græna torfu, ef framtíð skólans yrði á þá leið, sem þeir myndu óska. Skussi.

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.