Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1959, Blaðsíða 8

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1959, Blaðsíða 8
- 8 - SAMTALSBROT VIÐ FORMANN SKÓLAFÉLAGSINS GUÐMUND AXELSSON 4. -A BLAÐAMAÐUR BLYSSINS hafíSi lengi veitt eftirtekt pilti nokkrum úr 4.bekk hér í skola sökum hins aðsópsmikla í fari hans, án þess þó aS vita á honum nokkur deili. En er því var stun<gið aS blaðamanninum, aS þetta væri formaSur skólafélagsins, datt honum í hug aS leita hófanna hjá þeim mikla manni og biSja um örlítiS samtal. Þar sem viSkomandi blaSamaSur er fremur óreyndur í starfinu, og er ekki buinn aS öSlast þann djarfleik, er flesta blaSamenn einkennir í starfi þeirra, var hann fremur óstyrkur, er hann nálgaSist þennan þéttvaxna pilt í einu stundarhlé- inu. Loks áræddi blaðamaSurinn aS banka í hina "svakalegu" flugvélaúlpu kappans og spyrja "hvort það væri nokk- ur leið að fá agnar, ósköp lítið samtal" ( því ekki var árennilegt að fara fram á mikið ). "Samtal við mig?" Roknalegur hlátur fylgir, sem sízt er til að auka á djarf- leik blaðamannsins. "Ja. . . já, ba. . . ba. . . bara örlítið. " "Ja, blessaður vertu þá ekki að þessu hangsi, gusaSu þessu út úr þér." Til þess að vera nú viss um, að þetta sé rétti maðurinn, hljóðar fyrsta spurn- ingin þannig : "Ert það ekki þú, sem ert formaður skólafélagsins ? " "Jú, svo er sagt. " "Kom þér það ekkert á óvart, að þú skyldir vera kosinn?" "O, nei, það var nú ekkert meira en ég bjóst við. " "Hvort heldur þú, að það hafi verið vegna vinsælda þinna eða speki, sem þú varst kosinn? " "Ja, það má nú deila um það, því hvort tveggja hef ég til að bera í ríkum mæli. Þó hugsa ég, að það hafi einkum stafað af hinum miklu vinsældum, er ég nýt meðal kvenþjóðar- innar í 4. bekk, og vel má marka af því, hve húsmæðralærlingarnir í skólan- um spyrntu fótum sínum ákveðið mót höfuðandstæðingi mínum í kosningunum." "í hverju er nú starf formanns skóla- félagsins aðallega fólgið?" "Maður þarf náttúrlega í "praksis" ( það er út í lífinu ), að "arrangere" þessu öllu saman. " "Hverjir eru það, sem aðallega klóra þér bak við eyrun og gefa þér góð ráð ? " "Heyrðu góði, heldur þú að ég sé með einhvern kláða ? Nei, það er nú öðru nær, því ég þvæ af mér allan ó- þverra á mánaða fresti. En hins má geta, að ýmsir sveinstaular eru á skipi stjórnarinnar, sem hanga í pilsfaldi mínum, en eftir ráðum þeirra fer ég lítið, því ég er fæddur til að stjórna og það einn. Tel ég því ekki ómaksins vert að vera að birta nöfn léttadrengja minna. " "Hvernig er það, leyfist mér að spyrja,hvort þú reykir eða drekkir? " "Heyrðu Ijúflingur. Nú er ég orðinn leiður á þessu pípi í þér. En ég get svo sem sagt þér, að ég hef drukkið mjólk síðan ég man eftir mér. En nú kæri ég mig ekki um þetta rugl lengur og reyndu að snáfa í burtu. " P. B. ENSKA í 3.-X Halldór les og þýðir : . . . and when mother came home, she would say the baby was spoiled - ... og þegar mamma kæmi heim, mundi hún að segja að krakkinn væri ó n y t u r ! ! !

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.