Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1959, Blaðsíða 16

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1959, Blaðsíða 16
- 16 - SKÓLINN EFTIR 40 Á R HVAÐ skyldi ég svo hugsa eftir 40 ár, þegar strákurinn minn er kominn á gagn- fræðaskólaaldurinn og konan hefur suðað og fjasað daglangt og milli dura á nótt- inni um, hvort eg ætli ekki að láta verða af því að sækja um skólavist fyrir dreng- inn okkar, eða hvort hann eigi að verða menntunarlaus flækingur, það sem eftir er ævinnar ? Ég býst við, að mér vefjist tunga um tönn og það af tveimur eða fleiri ástæð- um. í fyrsta lagi vegna þess, að ég er buinn að vitna svo oft til gamla skólans míns, þegar ég er að skamma strákinn og segja honum, hvers hafi verið kraf- izt af mér og hvað ég hafi orðið að gera á þeim árum, þegar ég var í skóla. Það væri slæmt að verða minni maður í hans augum, ef hann kæmist að raun um, að ég hefði ekki alltaf sagt satt. í öðru lagi býst ég við, að ég myndi hugsa á þá leið, að þeir, sem reyndu að troða í mig og félaga mína, séu komnir undir græna torfu og sumir af jafnöldrum mínum í skólanum séu nú teknir við af þeim og í versta tilfelli séu þar kennarar, sem ekki þekki neitt til gömlu, góðu dagana í G. A. Segjum nú svo, að ég hafi látið undan kveinstöfum konunnar og hringt í skóla- stjórann og beðið um pláss fyrir strák- inn. Myndi hann þá svara með sama góða bassanum hans Sveinbjarnar og segja: "Já, ég get tekið við þessum nemanda, ef hann reynist ekki verr en faðir hans." ? En líklega fæ ég allt annað svar og sá skólastjóri myndi segja : "Vitið þér nokkuð hvers er krafizt í þessum skóla? Hingað þýðir ekki að senda neinn skussa. Þú skalt bara at- huga það - kann hann t. d. að rokka, að dansa cha-cha? Tyggur hann fallega tyggigúmí? Getur hann talað fyrir kenn- arana í tímum eða þambað fimm flöskur af kók án þess að anda? - Sko - hingað þýðir ekki að senda neina skussa." Ég færi líklega að hugsa eftir svona lestur: Þeir eru búnir að búa til nýjar skólareglur, en það er bezt að sjá, hvað setur. "Hann getur staðið sig í öllu þessu, " svara ég í símann og spyr: "Er Vignir farinn að kenna rokk í leikfimi? " "Vignir, hver er nú það - já - sá, sem var hér í gamla daga og sneri þeim við með augunum, ef þeir gátu ekki tekið þetta stórhættulega heljar- stökk í fyrstu tilraun - nei - en Kalli gamli er stundum að segja þeim til í fótbolta. Það er samt dálítið hættulegt. Strákarnir þora ekki' annað en hlaupa hjá honum. Hann gæti bara sprengt í þeim lungun. " "Ekki sprakk ég nú, " segi ég, "en kennið þið ekki eitthvað gagnlegt, t. d. ensku? " "Ensku, ég er nú hræddur um það. Við tölum ensku hver við annan í tím- um og þýðum allt, sem stendur utan á sælgætispökkunum og tóbakshylkjum. Prófið er fólgið í því að þýða það, sem Andrés önd segir í bíómyndum. " "Gerir Árni sig ánægðan með það?" mundi ég spyrja. "Árni Guðna, hann kenndi mér á fyrri hluta aldarinnar, en maður þurfti þá að lesa undir tímana, maður komst ekki einu sinni á bíó stundum vegna ólesinn- ar ensku. Nú sendum við þau í bíó til að læra ensku, - svolítið annað - ha? " "En segið mér, eru hinir enskukenn- ararnir ekki ennþá þarna? " "Adolf, sem var hér yfirkenriari, sagðist ekki kunna enskuna nú til dags og hætti, Egill Stardal fékk sé þotu- jeppa og settist að á einhverjum sögu- stað, ég man ekkert, hvað gerðist þar, en staðurinn heitir Bessastaðir. " "Jæja - margt hefur breytzt - en eitt- hvað læra þeir að reikna hjá ykkur, " væri ég vís til að spyrja. "Reikna - mikið reiknað - nú er reiknuð hver mínúta, sem fer í kennslu til að draga sem mest úr kostnaðinum við hana." "Gera þeir Sigurður Haukur og Þórð- ur það?" mun ég spyrja. "Karlagreyin - nei - það geri ég, en Þórður skrifar a og b og stundum c og x á töfluna og það er notað sem for-

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.