Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1959, Blaðsíða 12

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1959, Blaðsíða 12
- 12 MATREIÐSLA ÞAÐ er laugardagur. Klukkan er sjö, og hinn hataði hljóðabelgur, vekjaraklukk- an, hefur upp raust sína. Hálfsofandi teygi ég mig eftir henni og þagga niður í henni. Því næst fæ ég mér smálúr, þangað til að móðir vor kemur og minnir mig á klukkuna. Það, sem næst gerist, er það, að ég fæ taugaáfall, set hraðamet í því að klæða mig, drekka og setja draslið mitt niður I tösku. Því næst flýg ég x hend- ingskasti út og hef kapphlaupið við stræt- isvagninn. Það stenzt á endum, ég rétt næ honum, draslast upp í hann og næli mér í sæti. Á næstu stöð kemur bekkjarsystir mín inn í vagninn. Við erum of syfjaðar til að mega mæla, svo að vér þegjum þang- að til að vér erum komnar að Frakka- stíg. Þá yfirgefum vér vagninn og písl- argangan hefst, og þar er svo sannar- lega "urð og grjót upp í mót". Með lafandi tungu eygjum vér loks G.A. Nokkrar af vorum ástkæru bekkj- arsystrum eru mættar, náfölar og syfj- aðar. Vér hefjum hávært rifrildi um það, hver okka sé syfjuðust og hættum ei fyrr en einhver er svo gáfuð að minna oss á tímann. Vér flýtum oss að setja á oss ein- hverja hvíta druslu, sem á að nefnast kappi, svuntu með fitublettum og hend- umst til eldhússins. í næsta hálftíma erum vér fræddar um næringarefnafræði. Vér fáum oss smá hænublund, þar til að fyrir eyrum vorum hljómar svohljóðandi setning : "Og vinnið nú hljóðlega. " Vér rjúkum af stað. Það glamrar í pottum og vér hrópum : "Kennari, hvar eru sítrónurnar ?" - "Kennari, hvar eru 25 grömm á viktinni?" - "Kennari ! Hvernig á að gera þetta?" o.s.frv. Sem sagt, þvílík kyrrð ! Ég átti því láni að fagna að fá að baka. Skyndilega heyrist stuna í næsta bás. Vér hröðum oss þangað, þar sem ein stelpan stendur náföl, og fyrir fótum hennar liggja fórnarlömbin, tvö egg. "Almáttugur, hvað á ég að gera, stelpur?" Vér stöndum ráðalausar, þar til mér hugkvæmist nokkuð. "Taktu þau upp. " Fljóttií einu hendingskasti er tveim eggjum smyglað til eggjaböðulsins og vér hröðum oss á brott. Ég er að hamast við að hræra kökuna mín , þegar oss berst til eyrna brot- hljóð, og samfara því stunur og afsakan- ir, en af slíkum smáatburði skiptum vér oss ekki. Næst er lagt á borð og vér setjumst að snæðingi. Hjá einum flokknum er vatnskannan á fleygiferð allan tímann. Kennarinn spyr, hverju þetta sæti, en fær þá skýringu, að það sé svo einkenni- legt bragð af grænmetisjafningnum. Kennarinn lítur á jafninginn og því næst Frh. á bls. 21.

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.