Bænavikan - 17.11.1956, Page 3

Bænavikan - 17.11.1956, Page 3
— 3 — ill máttarvöld geta útrýmt sálarfriði hans. Öll loforðin í orði Guðs, kraftur guðlegrar náðar og öll hjálparráð Jehóva eru trygging fyrir endurlausn hans. . . . Hvaða æðri mátt getur maðurinn óskað sér fremur, — að verða tengdur Guði? Vanmegna og syndugur hefur maðurinn þau forréttindi að fá að tala við skapara sinn. Við megum segja þau orð, sem ná hásæti einvaldsherra alheimsins. Við meg- um tala við Jesúm á leið okkar, og hann segir: ,,Ég er þér við hægri hönd.“s Fyrir trú á Krist má leiðrétta hvern lund- ernisgalla, hreinsa burt sorann og þroska hvern hæfileika.9 Barátta og herganga. Helgun Páls var árangur stöðugrar innri baráttu. Hann sagði: „Eg dey daglega.“ Á hverjum degi stríddu þrár hans og vilji gegn vilja Guðs, án þess að láta undan laut hann vilja Guðs, þótt hann yrði að krossfesta sitt eigið eðli. Guð leiðir fólk sitt skref fyrir skref. Líf hins kristna er barátta og herganga og það er ekkert lát á þeirri herferð. Það verður að halda áfram með þolgæði og með stöðugri við- leitni tekst okkur að vinna sigur á freistingum Satans.10 Það verður að skilja hin kristilegu vísindi til fulls— vísindi sem er svo mikið dýpri, um- fangsmeiri og æðri en öll önnur mannleg vís- indi eins hár og himinninn er yfir jörðinni. Hugann verður að temja, þroska og mennta, því að við eigum að vinna verk fyrir Guð á þann hátt, sem ekki samrýmist meðfæddum tilhneigingum okkar. Oft verður að hafna menntun og uppeldi heillrar mannsævi, svo að maðurinn geti lært í skóla Krists. Við eigum að læra að vera staðföst í Guði og temja okkur þann hugsanagang, sem gerir okkur mögulegt að sigrast á freistingu. Við verðum að læra að líta upp á við. Við skiljum meginreglur Guðs orðs, meginreglur, sem eru eins háleitar og himininn og umlykja eilífðina, með því að hafa þær daglega hugfastar. Orð okkar, verk og hugsanir eiga að vera í samræmi við þessar meginreglur. Hinar dýrmætu náðargjafir Heilags anda ná ekki þroska á svipstundu. Hugrekki, sálarþrek, hógværð, trú og óbifanlegt traust á mætti Guðs til að frelsa vinnast fyrir margra ára reynslu. Með helguðu líferni og með því að halda sér að því, sem rétt er, innsigla Guðs börn örlög sín.” Helgunin er starf, sem gerist smám saman. Pétur lýsir framför þess stig af stigi. „Legg- ið einmitt þess vegna alla stund á að auðsýna í trú yðar dygðina, en í dygðinni þekkinguna, en í þekkingunni bindindið, en í bindindinu þolgæðið, en í þolgæðinu guðræknina, en í guðrækninni bróðurelskuna, en í bróðurelsk- unni kærleikann. Því að ef þér hafið þetta til að bera og farið vaxandi í því, munuð þér ekki verða hirðulausir um þekkinguna á Drottni vorum Jesú Kristi né ávaxtalausir í henni. . . . Kostið þess vegna því fremur kapps um, bræð- ur, að gjöra köllun yðar og útvalning vissa; því að ef þér gjörið þetta, munuð þér ekki nokkru sinni hrasa; því að á þann hátt mun yður ríkulega veitast ingangur í hið eilífa ríki Drottins vors og Frelsara Jesú Krists.“12 Þegar við horfum á sólaruppkomu, sjáum við hvernig dagurinn fæðist smátt og smátt á himni og jörð. Dagsbirtan eykst þar til sólin birtist, eftir það verður ljósið stöðugt sterkara og skærara, þar til það nær hámarki sínu í hádegisljómanum. Þetta er fögur lýsing og dæmi um það hvernig Guð villi að þroski barna sinna sé, svo að kristileg reynsla þeirra verði fullkomin. Þegar við göngum dag eftir dag í ljósi, sem hann sendir okkur og hlýðum fúslega kröfum hans, eykst reynsla okkar, þar til við náum vaxtartakmarki manna og kvenna í Kristi Jesú.13 Byrjtmin er í heimilinu. Starf helgunarinnar hefst í heimilinu. Þeir, sem eru kristnir innan heimilisins, eru það einnig utan þess. Það eru margir, sem vaxa ekki í náðinni, vegna þess að þeir rækta ekki með sér heima-trúarbrögð. Gagnrýnisandi og leit að göllum í fari annarra ætti ekki að eiga sér griðland í heimilinu. Heimilisfriðurinn er of helgur til þess að slíkt ætti að fá að eyði- leggja hann. Kristur segir: „Af orðum þínum muntu réttlættur og af orðum þínum muntu fyrirdæmast. „Tálgáfan var gefin, til þess að hún væri öllum til blessunar. Góð og uppörv-

x

Bænavikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.