Bænavikan - 17.11.1956, Side 4

Bænavikan - 17.11.1956, Side 4
andi orð kosta ekkert meira en kuldaleg og kjarkdrepandi orð. Bitur orð særa.15 Haltu aítur af hverju fljótfærnisorði, sem er komið fram á varir þínar. Nemdu staðar og hugsaðu um hvaða áhrif hryssingsleg og ó- þolinmóð orð munu hafa, áður en þú lætur þau frá þér fara. Minnztu þess, að börnin eru fljót að taka eftir blæ raddarinnar. Minnztu þess einnig, að englarnir heyra orðin, sem þú tal- ar. Þú ert skoðunarspil heimsins, engla og manna.16 Kenndu barninu þínu að tala á vingjarnleg- an hátt, svo að orð þess veki gleði og birtu. Englarnir gista ekki það heimili, þar sem ó- eining ríkir. Iðka guðsótta á heimilinu. Undir- búðu sjálfan þig og börn þín fyrir inngöngu í borg Guðs. Englarnir munu hjálpa þér til þessa. Satan mun freista þin, en gefstu ekki upp og láttu ekkert það orð frá þér fara, sem Satan getur notað sem ákæru gegn þér. Ákvörðun hvers fjölskyldumeðlims ætti að að vera þannig: „Ég vil vera kristinn, því að í skóla þessa jarðlífs verð ég að móta þá lynd- iseinkunn, sem gefur mér aögang að hærri bekk og að skóla himinsins. Ég verð að koma fram við aðra, eins og ég vil að aðrir komi fram við mig.“ Reynið að gera heimilislífið eins líkt himninum og mögulegt er.17 Við getum ekki vegsamað Guð með því að lifa í andstöðu við lögmál lífsins. Hjartað er ekki helgað Guði sé samtímis látið undan lostafullum hvötum. Sýktur líkami og sljófguð greind, sem stöðug undanlátssemi við skað- samlegar venjur kemur til leiðar, útilokar helgun líkama og sálar.18 Við ættum að íhuga orð postulans, er hann hvetur bræðurna til að frambera líkami sína sem „lifandi Guði þóknanlega fórn.“ Þetta er sönn helgun. Hún er ekki aðeins kennisetning, geðshræring eða orðin tóm, heldur lifandi og virk meginregla, sem nær til hins daglega lífs. Hún útheimtir það að allar okkar venjur í sambandi við mat, drykk og klæðnað, séu þannig að þær stuðli að líkamlegu, andlegu og siðferðislegu heilbrigði, svo að við getum framborið Drottni líkama okkar — ekki sem fórn, er rangar lífsvenjur hafa spillt, heldur — sem „lifandi Guði þóknanleg fórn.“ Enginn sem segist vera kristinn, ætti að vera hirðulaus um líkamlegt heilbrigði eða telja sjálfum sér trú um að bindindisleysi sé ekki syndsamlegt og muni ekki hafa nein áhrif á andlegt líf hans. Það er mjög náið samband milli sálar og líkama. Andlegt atgervi og aukning þess eða hnignun er háð líkamlegum venjum. Ofát góðrar fæðu mun orska sljófgað ásigkomulag siðferðisvitundarinnar. Og sé fæðan ekki heilsusamleg munu áhrifin verða enn skaðsamlegri. Sérhver lífsvenja, sem ekki eykur á hreysti mannlegra líffæra, dregur úr hinum æðri og göfugri hæfileikum. Slæmar venjur í mat og drykk orsaka villu í hugsun og atferli. Eftirlátssemi við matarlystina eyk- ur dýrslegar hvatir og rýrir andlega hæfileika mannsins.10 Lærdómsrík lexía. Það má draga lærdómsríka lexíu af hinum sláandi mun á lunderni Jóhannesar og Júdas- ar. Jóhannes var lifandi dæmi um helgun. Hins vegar hafði Júdas á sér yfirskin guð- hræðslunnar um leið og lunderni hans var miklu fremur djöfullegt en guðlegt. Hann sagðist vera lærisveinn Krists, en afneitaði honum með orðum sínum og atferli. Júdas fékk sömu tækifærin til að læra og feta í fótspor Meistarans og Jóhannes. Hann hlýddi á lexíur Krists og lunderni hans hefði átt að umbreytast fyrir náð Guðs, en meðan Jóhannes reyndi að vera á verði gegn eigin mistökum og leitaðist við að líkjast Kristi, misbauð Júdas samvizku sinni, féll fyrir freist- ingu og vandi sig á óheiðarleik, sem um- breyttu honum í mynd Satans. Þessir tveir lærisveinar eru táknmynd hins kristna heims. Allir segjast vera fylgjendur Krists, en annar flokkurinn framgengur í lítil- læti og hógværð og lærir af Jesú, hinn flokk- urinn sýnir að hann er ekki gjörandi Orðsins, heldur aðeins heyrandi. Annar flokkurinn er helgaður með sannleikanum; hinn þekkir ekki umbreytandi mátt guðlegrar náðar. Hinn fyrr- nefndi deyr sjálfum sér daglega og sigrast á synd. Hinn síðarnefndi lætur undan eigin hvötum og gerist hanbendi Satans.20 Að vera helgaður þýðir að vera hluttaki guð- legs eðlis, öðlast hugarfar Jesú og læra stöð- ugt í skóla hans. Við getum ekki umbreytt okkur sjálfum í eigin mætti, það er Heilagur andi, huggarinn, sem Jesús sagði, að hann

x

Bænavikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.