Bænavikan - 17.11.1956, Síða 12
— 12 —
Arabíu, sem hingað til hefur neitað kristni-
boðum um inngöngu í land sitt. Þrátt fyrir
þetta hafa tíu þúsund manns heyrt Boðskap-
inn gegnum vikulegar útvarpssendingar frá
Aden og fyrir atbeina víðtækrar útbreiðslu
bókmennta okkar, sem eru sendar inn í landið
með hægfara kaupmannalestum.
„The Voice of Prophecy“ útvarpsþátturinn
hefur haft ótrúlega mikil áhrif. Rúml. 250.000
manns hafa látið innrita sig í Biblíubréfaskól-
ann og nærri því 5000 hafa lokið námi. Nú er
dagur tækifæranna í Mið-Austurlöndum.“
Næst skulum við hlýða á F. A. Mote, for-
mann Austurlanda-Divisionarinnar. „Ég heilsa
trúsystkinum mínum alls staðar í heiminum!
Við höfum séð þúsundir sálna skírðar í þess-
ari Division á síðasta ári. Náðst hefur til nýrra
ættflokka í fjöllum Suður-Filippseyja-union-
inni; við höfum verið vitni að framgangi
starfsins meðal frumstæðra manna í Viet
Nam. Margir meðlimir hafa bætzt við söfnuð-
inn á eynni Formósu. Verkinu miðar vel áfram
í vesturhluta Nýju-Guineu og við væntum þess
að geta brátt komizt inn í Cambodia í Indó-
Kína.
Um margra ára skeið hefur heimur Múham-
eðstrúarinnar verið eins og óvinnandi og
rammger kastali. En það lítur út fyrir að nú
hafi Boðskapurinn að lokum fundið hljóm-
grunn í hjörtum Múhameðstrúarmanna. Fyrir
stuttu síðan voru sjö fyrrverandi Múhameðs-
trúarmenn skírðir á sama staðnum á eynni
Java, fimm á öðrum stað og átta á enn öðrum.
Á kristniboðssvæði einu í Indónesíu hafa 49
Múhameðstrúarmenn unnizt með Boðskapnum
á síðastliðnu ári.
Fyrir ekki alllöngu vannst innfæddur höfð-
ingi, sem hét Datu Panonggo af Bilaan-ætt-
flokknum í fjalllendi Mindano, með Sannleik-
anum frá algjörum heiðindóm. Hin unga kona
hans, Odanding, tók einnig á móti Sannleikan-
um. Áður en hann tók skírn lét hann af löstum
sínum, lét 26 af konum sínum frá sér fara og
kvæntist löglega þeirri, sem einnig tók skírn.
Þau eru nú mjög hamingjusöm og boða ætt-
flokki sínum í f jöllunum trú sína.
Á hverju ári skírum við u. þ. b. 9000 sálir
í þessari Division. Fyrir 25 árum var meðlima-
tala okkur 15,234. Nú er hún rúmlega 81,000.
Biðjið fyrir okkur og að starfið verði til lykta
leitt í Austurlöndum."
Hér kemur R. S. Watts, formaður Suður-
Afríku Divisionarinnar. „Ég heilsa ykkur,
bræður og systur! Tala skírðra meðlima í
Suðuru-Afríku Divisioninni er nú komin upp
í 134.043 og er það nærri því fjórtán prósent
af meðlimatölu Sjöunda-dags Aðventista í öll-
um heiminum. Meðlimatala hvíldardagsskóla
okkar er komin yfir 270.000. Síðustu skýrslur
gefa til kynna, að nýr meðlimur sé skírður á
28. mínútna fresti árið um kring hér í Suður-
Afríku. Þetta jafngildir heilum söfnuði með
rúmlega 50 skírðum meðlimum á degi hverjum
og verður samtals 18,505 meðl. á ári.
„Fyrir stuttu síðan var nýtt kristniboð und-
ir afríkanskri stjórn stofnað meðal Mbulu-
þjóðflokksins í Tanganyika. Þessi sérkenni-
legi þjóðflokkur byggði beinlínis heimili sín
neðanjarðar, til þess að verjast árásum Masai-
þjóðflokksins, sem á undanförnum árum hefur
brennt niður heimili Mbuluanna og drepið alla
þá, sem reynt hafa að flýja. Hinir dyggu bók-
söluprédikarar okkar hafa farið til þessara
villtu landsvæða og útrýmt fordómum, svo að
kleift væri að stofna fyrstu kristniboðsstöðina
meðal þessa þjóðflokks. Á mörgum stöðum
sækja starfsmenn okkar fram í áttina til ó-
numdra svæða, og við væntum þess, að slíkt
beri árangur. Þannig miðar verkinu áfram í
Afríku.“
W. E. Murry, formaður Suður-Ameríku
Divisionarinnar, segir eftirfarandi um „álfu
tækifæranna": „Aðventhreyfingin í Suður-
Ameríku heldur áfram með vaxandi hraða.
Áhrif hennar aukast frá ári til árs. Þar eð
Boðskapurinn hefur aldrei verið prédikaður
víða í þessari álfu, leggjum við allt kapp á að
ná til þessara staða.
I Norður-Brasilíu hafa bræðurnir hafið nýtt
starf meðal Indíána. Þeir segja frá því að
Indíánahöfðingi, sem tók á móti Boðskapnum,
hafi strax farið að kenna höfðingja nágranna-
flokksins hin nýju trúarbrögð. Sá síðarnefndi
tók einnig á móti Boðskapnum. Síðan fóru þeir
báðir að kenna þegnum sínum, og nýlega var
fyrsti hópurinn, 15 manns, skírður meðal þess-
ara Indíána í frumskógum Brasilíu.
1 allri Divisioninni miðar verkinu vel áfram.
Meðlimatalan eykst stöðugt í Inka-unioninni.
I byrjun ársins 1956 settu leiðtogarnir í Suður-
Ameríku sér það takmark, að skíra 12,000
sálir á árinu. Ef þessu takmarki verður náð,