Bænavikan - 17.11.1956, Qupperneq 17

Bænavikan - 17.11.1956, Qupperneq 17
— 17 — um. Þegar merki syndarinnar hafa verið af- máð, mun Guð stofnsetja ríki sitt hér og búa meðal fólks síns. Spámaðurinn, sem var uppi mörgum öldum fyrir Kristsburð, sagði: „Og friðurinn mun engan enda taka á hásæti Davíðs og í kon- ungsríki hans.“ (Jes. 9, 7.) Jesaja sá hinn dýrðlega dag fyrir, þegar réttlætið mundi vinna sigur á ranglætinu. Uppfyllingin á kær- leiksáformi Guðs og meginreglum ríkis hans frammi fyrir óföllnum heimum, mun stað- festa stjórn hans enn betur og vekja meiri drottinhollustu við hinn „eina“, sem hefur hlotið nafn, sem er öllum nöfnum æðra og er hvert kné mun beygja sig fyrir að lokum og verða annaðhvort að viðurkenna skömm sína og ósigur eða játa með gleði að „Jesús Kristur sé Drottinn.“ Fil. 2, 11. Postulinn Páll ritaði enn ítarlegar um þetta efni — um leyndardóminn, sem muni ekki ein- ungis opinberast undrandi augum mannanna, heldur einnig tignunum og völdunum í himin- geimnum. Hann sagði, að „þegar fylling tím- ans kæmi“, ætlaði Guðs sér „að safna öllu því, sem er á himnum og því, sem er á jörðu, undir eitt höfuð í Kristi — og í honum höfum vér þá líka öðlazt arfleifðina ... “ Ef. 1, 10. 11. Þetta gefur til kynna, að áform Guðs nær til allra tíma, til eilífðarinnar og hins óendanlega al- heims. Páll leitast við að beina augum okkar upp á við, svo að við getum séð, að áform Guðs um endurlausn heims okkar frá synd, er hluti hins mikla áforms um að safna öllum saman undir eitt höfuð í Kristi. Og síðan kemur þessi merka yfirlýsing, sem er nærri því ótrúleg vegna þess, hve boðskapur hennar er dýrðleg- ur, — að í hinum nýja miðdepli alheimsins munum við hljóta arfleifð með Kristi. Er hægt að meta nokkra aðra eign meira? Draumar okkar munu verða að veruleika! Ef við reyn- umst trú munum við vakna einn góðan veður- dag við það, að við erum réttmætir eigendur mikillar auðlegðar og samanborið við hana verða jarðnesk auðævi einskis virði. Þetta er hin óforgengilega arfleifð. Bræður og systur, aðventvonin er vissulega blessuð von. „Það sem auga sá ekki og eyra heyrði ekki, og ekki kom upp í hjarta nokkurs manns, allt það sem Guð fyrirbjó þeim, er elska hann.“ 1. Kor. 2, 9. En fyrir anda hans og fyrir opinberun orðs hans, getum við séð glampa og óljósar myndir hér og þar, — feg- urðina og dýrðina, sem örvar okkur og vekur áhuga okkar fyrir því að ríki hails komi. En Guð ætlast til að þessar opinberanir veki okk- ur til dáða, til að fórna og starfa, svo að dagar endurlausnarinnar hraði sér. Hann vill að menn og konur, innblásin af dýrð aðventvon- arinnar og hinni háleitu ráðsályktun óendan- legs kærleika, gefi og fórni fyrir málefnið. Það er tilgangur hans, að þau leggi heilhjörtuð fram tillag sitt til hins komandi ríkis. Hann sjálfur hefur komið með stærstu fórnina. Hann gaf son sinn og með þeirri gjöf gaf hann allt. Hann vonast eftir því að við tökum þátt í fórn hans með því að dvelja í samfélagi við hann og taka meiri þátt í áformi hans. E.G. White setur þetta fram á eftirfarandi hátt: „Drottinn hefur gert boðun boðskapar síns háða starfsmönnunum og frjálsum gjöfum allra barna sinna.“ Test. 9. b. bls. 246. Það vill oft verða svo, þótt við væntum þess að eignast arfleifðina með Kristi og þótt gildi hennar sé óendanlega miklu æðra öllum jarðneskum verðmætum, að jarðneskar hugs- anir útrýma kærleika okkar til þess sem himn- ekst er úr hjörtum okkar. Við förum að láta okkur þykja vænt um munaðarlíf og himin- inn verður okkur ekki eins dýrmætur — ekki eins eftirsóknarverður. Við erum eins og unga stúlkan, sem sagði við mig fyrir nokkru: „Mig langar ekki til að Jesús komi strax. Það er svo margt sem mig langar fyrst til að gera og til að kynnast.“ Ég óskaði þess af heilum hug, að hún gæti séð hlutina í réttu ljósi, og ég held hún geri það nú. En hvað er það sem breytir þrám okkar og beinir löngun okkar til þess sem himneskt er? Hlýðum á ráð Meistarans: „Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu, þar sem mölur og ryð eyðir, og þar sem þjófar brjótast inn og stela; en safnið yðuru fjársjóðum á himni, þar sem hvorki eyðir mölur né ryð, og þar sem þjófar brjótast ekki inn og stela, því að þar sem f jár- sjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera.“ Matt. 6, 19—21. Hér erum við hvött til að gefa og fórna fyrir málefni Guðs, því að það muni verða okkur til gæfu. Ættum við ekki að prófa þetta? Vissulega þyrftu mörg okkar að gera það, jafnvel fremur okkar sjálfra vegna heldur en Guðs málefnis vegna. Þegar E. G. White skrifaði um samband Guðs við Irael til forna og um þá uppfræðslu, sem Guð vildi veita fólki sínu, er þroskaði

x

Bænavikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.