Bænavikan - 17.11.1956, Side 18

Bænavikan - 17.11.1956, Side 18
— 18 — lyndiseinkunn þess og yki á hamingju þess, sagði hann: „Það að Guði var helguð tíund alls gróða, hvort heldur af akuryrkju, aldinyrkju, kvik- fjárrækt eða vinnu hugar og handar; og helg- un annarrar tíundar hinum fátæku til viður- væris og til góðgerðastarfsemi, gerði það að verkum að fólkið gleymdi því aldrei, að Guð er upphafsmaður alls og að það væri því sjálfu til blessunar að hljóta þau forréttindi að vera tæki í hans hendi öðrum til heilla. Þessi fyrir mæli voru vel til þess fallin að eyða allri sín- girni, þroska umburðarlyndi og göfga lyndis- einkunnina." — Education, bls. 44. Það hefur blessun í för með sér að styrkja málefni Guðs af heilum hug og sjálfviljug- lega. Það er athyglisvert hve Guð heiðrar trú þeirra, sem gera sáttmála við hann með því að fórna. Hér er stutt saga um kristni- boðslækni, sem hefur helgað Guði líf sitt og hæfileika. Ég endursegi hana eins og hann sagði hana afríkönskum samverkamönnum sínum á nýafstöðnum fundi. „Þegar faðir minn dó,“ sagði hann, „lét hann mér eftir 19 nautgripi, og vegna þess að ég hafði ekki sjálfur unnið fyrir þessum nautgripum, fannst mér að ég yrði að gefa mestan hluta þeirra til málefnis Guðs. Ég gaf 13 þeirra og ég var glaður. Þegar ég kom aftur heim til mín nokkrum árum síðar, bjóst ég við að finna þá 6 nautgripi, sem ég hafði skilið þar eftir, en ég fann 27. Guð hafði gert mig ríkari en þá, sem ekkert gáfu til starfs hans. Og nú á ég fleiri nautgripi, sem ég get gefið Guði.“ Það er þessi einfalda trú, sem blómgast og vex í jarðvegi kristilegrar óeigingirni og í andrúmslofti öruggrar vonar um raunveruleik hins komandi guðsríkis, sem við þörfnumst í dag. Iive hamingjusamir eru þeir ekki, sem gefa og fórna og útrýma hverri tilhneigingi i til sjálfselsku úr hjarta sínu. En það sem við ætlum að gefa, verðum við að gefa strax. Það er sannfæring margra hugs- andi kristniboða og annarra, að tíminn sem eítir sé til að starfa fyrir þá sem ekki eru kristnir í þessum heimi, sé mjög stuttur. Ef einhver breyting á sér ekki stað í Kína, er oroið of seint að gefa þar. Sumir álíta að dagar kristniboðsins í Indlandi og víðar í Aust- urlöndum séu þegar taldir. Nýlega var dregið í efa, að það yrði hægt að halda kristniboði áfram í Afríku meira en í 10 ár. Það er ekki okkar „að vita tíma eða tíðir, sem faðirinn setti af sjálfs síns valdi.“ (Post. 1, 7.), en það er augljóst, að ef við getum gefið eitthvað til Guðs málefnis, verðum við að gera það fljótt. Það er ekki víst, að allir kristniboðar verði þvingaðir til að hverfa frá öllum löndum eins og kristniboðarnir í Kína, en verið getur að dregið verði úr virkri starfsemi þeirra eða algjörlega heft. Hve hræðilegt myndi það ekki vera, ef við vildum gefa örlátlega af eigum okkar, en komumst að raun um að ekki væri hægt að nota gjafir okkar til þess að hjálpa þeim sálum, sem eru keyptar með blóði Krists, vegna þess að dyrum tækifæranna hafi verið lokað. Þetta er ekki tóm ímyndun, heldur bráð- ur og yfirvofandi möguleiki. Þess vegna ættum við ekki að draga það að gefa nú, ef við finn- um að Guð ætlast til þess. Það sem á við um kristniboðslöndin má einnig heimfæra viðvíkjandi tíund og fórnar- gjöfum til starfsins í heimalöndunum. Þó að gjafirnar innan samtaka okkar séu langtum meiri en hjá öðrum trúflokkum, ættum við ekki að telja sjálfum okkur trú um að við gerum nóg. Reyndin er önnur, því „hafi nokkru sinni verið tími til fónargjafa, þá er það nú.“ Testimonies, 5. b., bls. 450. Þessi hreyfing, sem myndaðist vegna fórna og starfs, er krafðist heilsu og krafta frum- herjanna, mun enda á sama hátt. Kallið um fórnargjafir og trúmennsku í tíundagreiðsl- um mun hljóma hærra eftir því sem endirinn nálgast. Þessum alvarlegu orðum er beint til okkar: „Ég sá að fómin jókst ekki heldur minnkaði og þvarr.“ — Early Writings bls. 57. — Og ennfremur erum við áminnt með þessum orðum: „Þegar allir sýna trúmennsku í því að gefa Guði aftur, það sem honum ber með tíund og gjöfum, mun heimurinn fá tækifæri til að hlýða á boðskap hins þriðja engils. Ef að hjörtu Guðs barna væru fyllt kærleika til Krists og hver safnaðarmeðlimur haldinn af anda sjálfsafneitunar, og ef að allir sýndu fullkominn heiðarleika, myndi ekki skorta fé til kristniboðsstarfa heima eða erlendis. Féð mundi margfaldast, ótal möguleikar skapast og við mundum fá tækifæri til að hagnýta þessa möguleika. Hefði áformi Guðs verið fylgt af fólki hans, í því að veita heiminum boðskap náðarinnar, myndi Kristur vera kom- inn til jarðarinnar fyrir löngu síðan og hinir

x

Bænavikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.