Bænavikan - 17.11.1956, Qupperneq 24
— 24 —
Lestur fyrir fimmtudaginn 22. nóv. 1956.
„Gangið út úr henni — mitt fólk.“
EFTIR C. GIDLUND.
Þarfnast aðventfólkið slíkrar hvatningar á
okkar dögum? Hefur hinn síðasti söfnuður
færzt nær Kristi eða heiminum eftir hundrað
ára eyðimerkurgöngu, allt síðan að þessu fólki
var trúað fyrir hinu undursamlega ljósi og
sannleika aðventvonarinnar? Erum við farin
að kunna vel við okkur í þessum heimi? Er
hætta á að heimshyggja læðist að okkur án
þess að við komum auga á hættuna og forð-
umst hana?
Svo lengi sem „leyndarráð Guðs er ekki
fullkomnað“, hefur fólk Guðs ætlunarverk að
framkvæma í þessum heimi. Starf okkar krefst
þess að við séum mitt í hinum iðandi mann-
grúa. Við eigum ekki að lifa sem einsetumenn
eða einangra okkur eins og munkar í klaustri.
Heimurinn þarfnast okkar, — hvers trúandi
manns og konu, bæði ungra og gamalla. „Eins
og faðirinn hefir sent mig, eins sendi ég líka
yður.“ Jóh. 20, 21. Á þessum tíma „reiði Guðs“,
er það hlutverk okkar að vera boðberar Krists
og vara heiminn við komandi dómi. Og við
megum ekki bregðast þessu ætlunarverki.
Síðan syndin kom inn í heiminn „liggur
allur heimurinn í hinum vonda“. 1. Jóh. 5, 19.
Og máttur hins illa eflist og verður hættulegri
því meir sem endirin nálgast. Óvinurinn leit-
ast við að ánetja mennina, og sé það mögulegt,
mun hann einnig ánetja fólk Guðs og leiða
það í villu. Áður fyrr tókst honum ekki að
eyðileggja söfnuðinn með því að beita of-
sóknum, misþyrmingum og dauða, svo að hann
breytti um herbragð. Einföldum kyrtli hins
auðmjúka Nazarea var varpað frá sér og pur-
puri og skarlat komu í stað hans. Kirkjan
varð vinsæl og ávann sér virðingu í heiminum,
þar til kirkja og ríki gerðu með sér vanheilagt
sambmd.
Ekki „af heiminum“.
Það er mikill munur á því að vera „í heim-
inum“ og vera „af heiminum“. Enginn vissi
þetta betur en Kristur. Þessvegna dró hann
markalínu milli fólks Guðs og fólks þessa
heims. Bæði hveiti og hafrar vaxa í sama akri.
Hið fyrra táknar líf, hið síðara dauða, og þó
fær hvorttveggja næringu úr sama jarðvegi,
— jafnmikið af sól og regni. Það er sæðið sem
gerir allan muninn. „Ég hefi gefið þeim orð
þitt, og heimurinn hefur hatað þá, af því þeir
heyra ekki heiminum til, eins og ég heyri ekki
heiminum til.“ Jóh. 17, 14. Það er orðið sem
greinir á milli þeirra, sem eru í heiminum og
hinna, sem heyra heiminum til.
„Ekki bið ég, að þú takir þá úr heiminum,
heldur að þú varðveitir þá frá illu.“ Jóh. 17, 15.
Það er engin furða þó að Jesús biðji þannig
fyrir lærisveinum sínum hér á jörðu, því að
„háttur þessa heims“ komst inn í söfnuð Guðs
á margan hátt og útrýmdi „seltunni“, sem á
að finnast í hverjum kristnum manni og konu.
Við höfum náð því stigi, að við þurfum ekki
einu sinni að fara að heiman til þess að leita
heimsins og skemmtana hans. Heimurinn í
dag kemur inn í heimilið, þegar meðlimir þess,
samkvæmt hætti síns tíma, leyfa heimslegum
bókmenntum, útvarpi, kvikmyndum og sjón-
varpi að komast inn. Allt þetta getur verið
mjög gagnlegt sé það notað í þjónustu Guðs
til þess að færa því fólki boðskap hjálpræðis-
ins, sem ekki verður náð til persónulega. Þess-
ar uppgötvanir geta verið góðar og undursam-
legar í sjálfu sér. Þær hafa eytt fjarlægðum
milli álfa og landa,, en þær geta orðið hættu-
legir morðingjar og ræningjar, ef þeim er
leyft að verða til þess að synd og freistingar
heimsins komist inn í heimili okkar.
Dýrmætum tíma til bæna, íhugunar og