Bænavikan - 17.11.1956, Síða 25
— 25 —
Biblíulesturs er glatað, þegar við stöndum ekki
vörð við dyr helgidóms sálna okkar og leyfum
áhrifum þessa heims að komast inn í heimili
okkar með hinu ritaða máli og eftir öldum
ljósvakans, sem skilja aðeins tómleikakennd
eftir í sálinni. Við gætum vel að jarðneskum
verðmætum, sem eru í eigu okkar. Við mynd-
um ekki opna dyrnar fyrir þjófum og ræningj-
um, en hvernig gætum við að andlegum verð-
mætum okkar? Erum við eins árvökur í því
að gæta þess, sem „er langt um dýrmætara en
forgengilegt gull“? (1. Pét. 1, 7.) Hættir okk-
ur við að halda, að við getum farið eins nærri
heiminum og mögulegt er, án þess að drukkna
algjörlega í blekkingum hans? Ættum við ekki
fremur að reyna að forðast hið illa og halda
okkur utan við rotnun heimsins, sem er eins
og meinsemd, er jafnvel leiðir til dauða?
Postulinn Jóhannes segir: „Elskið ekki
heiminn, ekki heldur þá hluti, sem í heiminum
eru.“ 1. Jóh. 2, 15. Það sem við elskum, viljum
við hafa nærri okkur. Þjónn Drottins segir:
„Mér var sýnt að kærleikurinn til heimsins
kæmi að verulegu leyti í stað kærleikans til
Guðs. .. . Andleg verðmæti eru lítils metin og
ekki eftirsótt; því að ágóðafýsnin hefur skyggt
á hin himnesku verðmæti. .. . Gerið saman-
burð á hinum áköfu tilraunum manna til að
öðlast veraldleg gæði, og á hinum veiklulegu
og gagnslausu tilraunum til að öðlast andleg
og himnesk verðmæti.
Það er ekkert undarlegt, þó að við finnum
svo lítið til hinna upplýsandi áhrifa hins
himneska helgidóms. Þrár okkar beinast ekki
í þá átt, þær bindast að mestu við jarðneskan
ávinning. Við sækjumst eftir veraldlegum
hlutum og vanrækjum hina eilífu.“ Testimon-
ies, 2. b. bls. 183, 184.
I Jóh. 12, 43. lesum við: „Því að þeir elskuðu
lofstír manna meira en dýrð Guðs.“ Hve oft
hefur ekki heimshyggja laumazt inn í söfnuð
Guðs sem afleiðing þess, hve mjög er sótzt
eftir lofstír manna! 1 annríki okkar við það að
virða nágranna okkar og eignir þeirra fyrir
okkur og í tilraunum okkar að vera ekki ,,síðri“
en þeir, gleymum við auðveldlega ætlunarverki
okkar. Hinn kristni verður alltaf að hegða sér
og klæða sig þannig, að það sé ekki ríki Guðs
til vanvirðu, heldur þvert á rnóti skapi traust
og virðingu meðal manna. í Vitnisburðunum
er okkur veitt eftirfarandi leiðbeining: „Trú
okkar, sé hún útfærð, mun leiða okkur til að
vera svo látlaus í klæðaburði og svo áhuga-
söm fyrir því að vinna góðverk, að eftir því sé
tekið. En þegar við glötum smekk okkar fyrir
reglu og snyrtimennsku í klæðaburði, föllum
við raunverulega frá sannleikanum, því að
sannleikurinn kemur aldrei afturför til leiðar,
heldur framför. Vantrúarmenn líta á það sem
hnignun, að halda hvíldardaginn heilagan, og
ef við sýnum vanrækslu í klæðaburði, erum
gróf og óháttvís í framkomu, styrkjast þeir
enn betur í þeirri trú.“ Ef heimurinn hefur
hentuga, látlausa og heilsusamlega klæðatízku
á boðstólnum, mun það ekki breyta afstöðu
okkar til Guðs eða heimsins þótt við fylgjum
henni. Hinir kristnu ættu að fylgja Kristi og
klæða sig þannig, að það samræmist orði Guðs,
þeir ættu að forðast allar öfgar.“
Þetta eru skynsamlegar reglur, sem eru þess
virði að eftir þeim sé farið. Við ættum ekki að
vekja athygli á okkur eða orsaka ógeð manna
vegna ytra útlits okkar, heldur láta skraut
okkar vera „hinn hulda mann hjartans í ófor-
gengilegum búningi hógværs og kyrrláts anda,
sem dýrmætur er í augum Guðs.“ 1. Pét. 3, 4.
Drottinn beindi eftirfarandi spurningu að
hinum foma ísrael, sem hafði allan hugann við
heimslega hluti: „Hví reiðið þér silfur fyrir
það, sem ekki er brauð, og gróða yðar fyrir
það, sem ekki er til saðnings?" Og síðan veitti
hann þeim þessa ráðleggingu: „Hlýðið á mig,
þá skuluð þér fá gott að eta og sálir yðar gæða
sér á feiti. Hneigið eyru yðar og komið til
mín, heyrið, svo að sálir yðar megi lifna við.“
Jes. 55, 2. 3. Hvemig er þetta okkar á meðal?
Er hætta á því að við missum trúarlegan
áhuga fyrir þeim boðskap, sem við erum köll-
uð til að flytja? Erum við að glata kærleik-
anum til Guðs orðs? Hve miklum tíma verjum
við í samfélagi við það lifandi orð, sem er
fært um að veita nýju lífi inn í sálir okkar?
„Við eigum of annríkt," er jafnan viðkvæðið.
En við eigum ekki of annríkt fyrir það, „sem
ekki er brauð“, og fyrir það, sem ekki getur
fullnægt þörf sálarinnar.
Á sama hátt og heimshyggjan verkar á ein-
staklinginn og veikir trú hans og áhuga, mun
hún einnig verka á skóla okkar og stofnanir,
svo að ljósið, sem ætti að berast frá þeim,
daprast. „Því að hvað mun það stoða manninn
(eða stofnunina), þótt hann eignist allan