Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1960, Side 51
49
iðntryggingar eru í samræmi við fjölda tryggingarvikna árið á undan. Auk hreinna
iðgjalda (álagðra iðgjalda að frádregnum færslum í afskriftasjóð) eru taldar færslur úr
afskriftasjóði. Til bóta er talin aukning ógreiddra bóta svo og aukning liöfuðstólsand-
virðis lífeyris, önnur en vextir.
í töflum 35 og 36 eru bætur sundurliðaðar. Hinar reikningsfærðu bætur jafngilda
þó ekki bótum, sem greiddar eru á því ári, sem um ræðir, heldur er við uppgjör hvers
tjóns, sem hefur í för með sér lífeyrisgreiðslu, lagt til hliðar svokallað höfuðstólsand-
virði lífeyrisins. Enn fremur er lagt til hliðar fyrir óuppgerðum tjónum. Ef fjárhæðir
þær, sem þannig eru lagðar til hliðar sem höfuðstólsandvirði eða ógreiddar bætur,
reyndust hæfilegar til að standa undir lífeyrisgreiðslum, mundi hvert slys aðeins hafa
áhrif á afkomu þess árs, er það kemur fyrir. Raunin hefur hins vegar orðið sú, að
hið reiknaða höfuðstólsandvirði nægir hvergi nærri. Er því nær árlega lagt rram fé
til höfuðstólsandvirðis vegna eldri slysa, og eru slík framlög reiknuð með bótum, eins
og áður er sagt. Reikningsfærsla slysatrygginga er því með allt öðrum hætti en lijá
lífeyris- og sjúkratryggingum, en á reikningum liinna síðarnefndu eru einungis færðar
þær bætur, sem gjaldfallnar eru. Sem dæmi um þær sveiflur frá ári til árs á aukningu
höfuðstólsandvirðisins má geta þess, að séu vextir undanskildir, voru teknar af því
0,3 millj. kr. árið 1957, sem reyndist mjög hagstætt ár, en 1959 var bætt við það
1,7 millj. kr. og 1960 3,4 millj. kr. (fyrra árið urðu mikil sjóslys, en hið síðara hækk-
uðu bótafjárhæðir mjög).
Fullur lífeyrir slysatrygginga er jafnhár tilsvarandi bótum lífeyristrygginga á fyrsta
verðlagssvæði, sbr. töflu 9 á bls. 20. í júnílok 1960 nutu 43 öryrkjar, 28 ekkjur og
325 börn lífeyris slysatrygginga.
Frá 1. apríl 1956 námu dagpeningar einhleypra kr. 22,50 á dag, og við það bættust
kr. 3,50 á dag fyrir maka og hvert barn á framfæri allt að þremur, allt að viðbættri
verðlagsuppbót. Til marzloka 1960 urðu ekki aðrar breytingar en sú, að 1. júní 1958
varð 5% hækkun 1 samræmi við almennar launa- og bótahækkanir. Með lögurn nr.
13/1960 voru dagpeningar ákveðnir kr. 60,00 á dag fyrir einhleypa og kr. 8,00 fyrir
maka og hvert barn allt að þremur, en vísitöluákvæði voru þá úr sögunni.
Eingreiðslur dánarbóta samkvæmt 38. grein almannatryggingalaga hækkuðu árin
1957-1959 eftir sömu reglum og lífeyrir. Dánarbætur lögskráðra sjómanna voru hins
vegar tvöfaldaðar í ársbyrjun 1959, en að öðru leyti breyttust bætur samkvæmt 39.
grein eftir sömu reglum og dagpeningar fram til marzloka 1960. Með lögum nr.
13/1960 voru dánarbætur ákveðnar hinar sömu fyrir sjómenn og aðra, m. a. voru
bætur til ekkju ákveðnar kr. 90 000,00 (voru fyrir gildistöku laganna kr. 87 130,84
fyrir lögskráða sjómenn og kr. 19 143,34 fyrir aðra).
I töflu 37 er yfirlit um fjölda tilkynntra slysa 1957—1960. Ákvörðun um, hvort slys
hefur í för með sér veitingu örorkubóta, getur dregizt mjög, og er því sundurliðun slys-
anna í dánarslys, örorkuslys og önnur slys ekki endanleg .
Fram til ársloka 1956 annaðist slysatryggingadeild greiðslu sjúkradagpeninga, en
samkvæmt ákvæðum laga nr. 24/1956, tóku sjúkrasamlög við því verkefni 1. janúar
1957.
Reksturskostnaður slysatrygginga er ekki sundurliðaður, heldur er þátttaka þeirra í
kostnaði Tryggingastofnunarinnar (sbr. töflu 26 á bls. 42—43) ákveðinn í hlutfalli við
iðgjöld og bætur. Árin 1957—1960 hefur kostnaður slysatrygginga verið reiknaður sem
hér segir:
Árið 1957 .... kr. 890 103,86
- 1958 .... - 1 062 351,98
Árið 1959 .... kr. 1 236 758,09
- 1960 .... - 1 288 311,73
4