Heimili og skóli - 01.06.1950, Qupperneq 6
50
HEIMILI OG SKÓLI
öllum menningarþjóðfélögum. Höf-
uðtæki skólanna, til að mennta nem-
endurna, eru bækurnar. Þær eru einn-
ig ómissandi öllum þeim, er eitthvað
vilja menntast. En bækurnar, þótt
þykkar séu og margar, rúma þó svo ó-
trúlega lítið af allri þeirri fjölbreytni,
öllum þeim viðfangsefnum, öllum
þeim tækifærum til menntunar og
þroska, sem lífið sjálft hefur að bjóða.
Tökum nokkra nemendur og lokum
þá inni í skóla svo árum skiptir, en
leyfum þeim ekki að kynnast lífinu
fyrir utan. Þessir nemendur myndu
verða mjög menntunarsnauðir, þótt
við fengjum þeim liina fullkomnustu
og færustu kennara, sem völ væri á.
Svona er þáttur hins starfandi og
streymandi lífs mikill á mannanna
börn. En er nú ekki, þótt öllum öfg-
um sé sleppt, nokkur hætta á, að börn
og unglingar, sem dvelja í skólum
samfleytt í 8 og allt upp í 20 ár verði
of mjög mótuð af þessu tiltölulega
þrönga umhverfi, og það á mesta
vaxtar- og mótunarskeiði lífsins? Mér
finnst það þess vert, að við gerum
að minnsta kosti ráð fyrir þeim mögu-
leika. Jafnvel við, kennararnir, meg-
um vara okkur að stirðna ekki, verða
þröngsýnir og einsýnir. Það er góður
og dýrmætur hæfileiki að geta gert
sig að barni meðal barna. En það
er ekki æskilegt, að við verðum barna-
legir að dómgreind og mati á verð-
mætum. Kennarar, sem lifa og hrær-
ast í því að kenna litlum börnum
lestur, skrift og reikning, hljóta að
vera á stöðugum verði með að gera
þetta, svo mikilvægt sem það þó er,
ekki að aðalatriði í lífi sínu eða nem-
endanna.
II.
íslenzk seinni tíma skólasaga er
stutt. Við höfum hina síðustu áratugi
baðað okkur í skini síaukinnar skóla-
menntunar. Við höfum notið gæða
hennar, en ekki enn áttað okkur á
hugsanlegum annmörkum hennar.
Það er skemmtilegt að geta kostað
alla unglinga landsins í skóla.
Það er skemmtilegt að geta bent á
það, að við eigum líklega hlutfallslega
fleiri stúdenta en nokkur önnur þjóð,
en þetta verður þó ekki eins skemmti-
legt, þegar við á sama tíma verðum
þeirrar staðreyndar vör, að sveitirnar
eru að tæmast af ungu fólki, sem flýr
ræktunarstörfin.
Það væri ekki sanngjarnt að skrifa
þessa óhamingju alla á reikning skól-
anna, en þeir eiga þó í því sinn óbeina
þátt.
Ég álít t. d., að héraðsskólarnir hafi
brugðizt vonum manna í þessu efni.
Ef segja má, að þeir hafi átt eitthvert
eitt höfuð hlutverk, auk þess að veita
almenna menntun, hafi það verið það
að tengja æskumenn sveitanna við
átthaga sína, vekja hjá þeim ræktun-
arhug og átthagaást. Þetta hefur ekki
tekizt, eins og vonir stóðu til, og með-
al annars vegna þéss, að þeir hafa
fyrst og fremst verið venjulegir bók-
námsskólar. En ég kem ef til vill að
þessu seinna.
Sérhæfnin er vafalaust nauðsynleg
í nútímaþjóðfélagi, en hún er hættu-
leg persónulegum þroska. Langt skóla-
nám er nokkurs konar sérhæfni. N em-
endur verða að einbeita allri orku
sinni og áhuga í eina átt, að ná góðum
árangri í bóklegum fræðum. Hug-
kvæmni og ímyndunarafl, hin andlega,