Heimili og skóli - 01.06.1950, Side 8
52
HEIMILI OG SKÓLI
festir þá skoðun, eru landsprófin
svonefndu, sem eiga að vera eins kon-
ar dyr að hinu fyrirheitna landi lang-
skólanámsins, þar hygg ég tvímæla-
laust, að vera muni skólaframkvæmdir
á villugötum. Úr þeirri happasmiðju
hljóta að koma gripir, sem eru alltof
líkir hverjir öðrum, en þetta væri
annars nægilegt efni í heilt erindi.
Við skulum heldur ekki fela fyrir
okkur þá hættu, sem alltaf vofir yfir
skólunum, að þeir geta verið, og eru
að einhverju leyti, heimkynni múg-
hugsunar. Ekki fyrir tilverknað
neinna sérstakra aðila, heldur blátt
áfram samkvæmt eðli sínu. Og það
var þetta, sem hinn látni, þjóðkunni
skólamaður, Sigurður Guðmundsson,
var að berjast á móti alla sína löngu
skólatíð. Andlegt sjálfstæði, sterkan
persónuleika og heilbrigða dóm-
greind mat hann meir og hlúði meir
að en flestu öðru í fari nemenda
sinna. Slík afstaða er alltaf einkenni
mikilla og víðsýnna skólamanna. Við
lifum á tímum mikilla átaka í félags-
málum og stjórnmálum. Klíkur og
flokkar lifa eins og blómi í eggi. En
eins og sagt var um púkana í þjóðsög-
unum, að þeir fitnuðu mest af illum
munnsöfnuði, svo má segja um þessi
hjú, að þau lifi að verulegu leyti á
þröngsýni, dómgreindarleysi og múg-
mennsku. Skólarnir geta ekki tekið
afstöðu til flokka, en það er ein af
höfuðskyldum þeirra að rækta and-
legt sjálfstæði nemendanna, kenna
þeim að hugsa sjálfstætt. Það er meiri
menntun en flest annað. Og ekki get
ég að því gert, að mér verður oft ó-
notalega við, er ég sá það á prenti,
eða heyri, að drengir, sem eru ný-
komnir úr barnaskólum, skuli vera
orðnir formenn og leiðtogar í póli-
tískurn félögum. Stjórnmál eru flók-
in viðfangsefni, og það er ekkert á
móti því að byrja snemma að kynna
sér þau, en það er grunsamlegt, þegar
skóladrengir þykjast liafa fundið þar
allan sannleikann.
III.
Fyrir nokkrum vikum hélt hinn
nýi kennslumálaráðherra Dana, Bom-
holt, ræðu á kennaramóti í Slagelse.
Hann sagði þar meðal annars: „Það
er skoðun sumra manna, að það eigi
að vera þögn um skólana. En þetta
er misskilningur. Þegar þögn ríkir
umhverfis skólana og skólamálin,
steinrenna þeir. Ég óska eftir umræð-
um um skólana. Ég vildi óska, að
hver einasti kennari liti alltaf á skól-
ann sinn og skólastarfið eins og eitt-
hvað, sem aldrei verður fullgjört.
Kennarinn verður sí og æ að hafa
þessa spurningu á vörunum: Er það
nú ekki eitthvað, þrátt fyrir allt, sem
getur verið betra en það er?“ Því
næst vakti ráðherrann athygli á því
órjúfandi sambandi, sem alltaf þyrfti
að vera milli skólans og samfélagsins.
„Börnin eiga að læra að vinna,“ sagði
hann. „Þau eiga að vinna vel og hefja
vinnuna í æðra veldi.“ Því næst kom
liann að prófskólanum og mælti:
„Prófskólinn er ekki byggður upp í
samræmi við þann raunveruleika,
sem bíður barnsins. Hann er ekki
innblásinn af neinum heilögum eldi.
Og það væri sannarlega æskilegt, að
við gætum fundið það skólaform, sem
leysti barnaskólana frá öllum prófum.
Og við prófborðið höfum við aldrei