Heimili og skóli - 01.06.1950, Page 11
HEIMILI OG SKÓLI
55
Ég held, að við ættum að gefa þessu
meiri gaum en við höfum gert, það
væri ef til vill fyrsta sporið til að
flytja lífið inn í kennslustofuna.
„Hjartað heimtar meira en hús-
næði og brauð,“ segir skáldið. Barns-
sálin heimtar meira en fræðslu inn-
an nakinna steinveggja og kuldalegra.
Hún heimtar fyrst og fremst hlýju,
hlýju frá sál góðs kennara, heimilis-
lega hlýju, sem býr yfir öryggi og
vellíðan. Þessa hlýju er liægt að veita,
einnig í skólunum, með ofurlítilli
liugulsemi og hugkvæmni, góðum
vilja og góðum skilningi á hinum
sálrænu þörfum nemendanna, sem
skólunum er trúað fyrir.
Þegar ég fer að hugsa um áhrif um-
hverfisins, dettur mér ætíð í hug litla
baðstofan mín vestur í Skagafirði.
Lítil var hún og fátækleg, en bjó þó
yfir einkennilegu lífi og fjölbreytni,
sem naktir steinveggir búa ekki yfir.
Jafnvel kvistirnir og sprungurnar í
baðstofusúðinni, þiljunum og rúm-
stuðlunum, höfðu hvert sína sögu að
segja, og sinn persónuleika. Kvistirn-
ir urðu í mínum augum lífi gædd-
ir og gálu oft orðið flókið og fjöl-
breytt viðfangsefni fyrir ímyndunar-
afl mitt, og þótt nú séu liðin 35 ár síð-
an baðstofa þessi var jöfnuð við jörðu,
man ég enn hvern einasta drátt í
svip hennar, og hver þeirra vekur sinn
sérstaka hugblæ, er mér verður til
þeirra liugsað.
Svona djúp og varanleg geta áhrif
umhverfisins orðið. Og skiptir það
]rá ekki nokkru máli, hvernig við bú-
um skólastofur okkar, þar sem börn
og unglingar dveljast langdvölum á
mótunaraldri?
Ég minntist áðan á skólatöfluna.
Skólataflan og krítin eru fullkomn-
ustu kennslutækin, sem við höfum
enn eignast, et við kunnum með þau
að fara. Skólataflan er ekki aðeins
gott og fullkomið kennslutæki, hún
getur einnig, flestu öðru fremur, á-
samt krítinni, orðið til þess að flytja
líf inn í kennslustofuna, gera kennsl-
una lífi gædda og skemmtilega. Þessi
einföldu tæki geta orðið hinir mestu
töfragripir. Ég er enn af þeim, sem
ekki hefur vald yfir þessum ágætu
tækjum, og mér er nær að halda, að
þorrinn af íslenzkum kennurum búi
ekki yfir þeirri tækni og leikni í notk-
un krítarinnar og töflunnar, eins og
t. d. stéttarbræður þeirra á Norður-
löndum. Danskir kennarar t. d.
sleppa aldrei krítinni úr liendi sér,
og gildir einu, hvaða námsgrein þeir
eru að kenna. Hef ég oft dáðst að,
hve þeir geta gert þetta litla og ó-
merkilega tæki’ áhrifamikið, og hve
þeir geta gætt kennsluna rniklu lífi
með litlum krítarmola. Ég held, að
þar komi íremur til löng og stöðug
æfing heldur en nokkrir sérstakir
hæfileikar t. d. fram yfir íslenzka
kennara. En í þessu efni sem öðrum
þarf mikla þjálfun og þrautseigju, til
þess að krítin leiki í liendi kennarans
og blási lífi í kennsluna. Með því
móti væri ef til vill hægt að spara
mörg orð, og .líklega tala allir kenn-
arar of rnikið.
V.
Þegar rætt er um meira líf inn í
skólana og kennsluna ,þá verður mér
hugsað til kvikmyndanna, þessa mjög
misnotaða menningartækis. Ég geri