Heimili og skóli - 01.06.1950, Blaðsíða 14

Heimili og skóli - 01.06.1950, Blaðsíða 14
58 HEIMILI OG SKÓLI Nýtt barna- heimili Barnaheimilið Pdlmholt. Þann 11. júní s. 1. var vígt nýtt barnaheimili á Akureyri, er hlaut nafnið Pálmholt. Það stendur á fögrum stað við Þingvallastræti ofan- vert, skammt fyrir ofan bæinn. Stofn- un þessi er dagheimili fyrir börn á aldrinum 3—7 ára. Starfstími heim- ilisins er 3 mánuðir og dvelja börnin þarna dag hvern frá klukkan 9—6. Þau fá allan mat á heimilinu, nema kvöldmat, og er þeim séð fyrir flutn- ingi að heiman og heim. Forstöðu- kona stofnunarinnar er ungfrú Ingi- björg Jónsdóttir frá Akureyri, sem hefur hlotið undirbúningsmenntun í uppeldisskóla Sumargjafar í Reykja- vík. Auk hennar eru tvær fóstrur, matráðskona og aðstoðarstúlka henn- ar. Öll innrétting hússins er mjög haganleg, og allt er heimilið hið vand- aðasta og mjög smekklegt. Umhverfi þess er einnig fagurt og hið ákjósan- legasta. En skemmtilegast af öllu er þó það, að þessi myndarlega stofnun, fyrsta barnaheimilið á Akureyri, er ávöxtur af samstarfi, fórnfýsi og þegn- skap nokkurra kvenna, er um langt skeið hafa'varið miklum tíma, miklu fé og miklum kröftum til að vinna fyrir þau börn, sem verið hafa félags- lega verst sett. Það er kvenfélagið Hlíf á Akureyri, sem komið hefur þessari stofnun upp og hyggst að reka hana af eigin ramm- leik, og á það skilið óskipta þökk og virðingu fyrir þetta framtak. Það er mikill siður nú á tímum að skora á ríki og bæ að láta gera þetta eða hitt. En við það er oft látið sitja. Ríki og bæir geta ekki allt, sem þeim er ætlað að gera. Kvenfélagið Hlíf het’ur farið öðru vísi að. Það hefur ekki sent neinar áskoranir. Það hefur ekki heimtað barnaheim- ili, livorki af ríki né bæ. Það byggir heimilið sjálft með rögg og myndar- skap. Þessi vinnubrögð gætu verið öðrum til fyrirmyndar, án þess þó, að

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.