Heimili og skóli - 01.06.1950, Page 15

Heimili og skóli - 01.06.1950, Page 15
HEIMILI OG SKÓLI 59 því sé slegið föstu, að ríki og bæir eigi ekki að styrkja slíkar stofnanir. En það gefst oft vel, að þegnskapur og fórnfýsi ríði á undan og leggi horn- steininn. Kvenfélagið Hlíf hefur gert meira, það hefur komið upp heimilinu, sem tekið er nú til starfa. Þar eru nú dag hvern 50 lítil börn, sem annars hefðu mörg verið í göturykinu og hávaðanum, með öll- um þeim hættum og allri þeirri ó- hollustu, sem þéttbýlinu fylgir. Saga þessarar byggingar er ekki löng. Arið 1946 gaf frú Gunnhildur Ryel félaginu nokkurt land og óskaði eftir, að það yrði notað til að byggja á því barnaheimili. Var þá þegar haf- i/.t handa um undirbúning þess og unnið að því næstu tvö ár. Vegna óhentugrar legu, þótti þó ekki heppi- legt að byggja barnaheimili á þessum stað, og fengust skipti á honum og öðru landi, því, er heimilið á nú. Er þessu var lolcið, eða vorið ’48, var byrj- að á grunni hússins og stóð því bygg- ing þess ekki nema tvö ár, þrátt fyr- ir margs konar erfiðleika með útveg- un á efni og áhöldum. Við vígslu dagheimilisins flutti £rú Elinborg Jónsdóttir, formaður Hlífar, ræðu og rakti sögu þessarar ungu stofnunar, en frú Elinborg og sam- starfskonur hennar hafa sýnt frábær- an dugnað við að koma þessu heim- ili upp. Séra Pétur Sigurgeirsson flutti vígsluræðuna, en lúðrasveit Ak- ureyrar lék nokkur lög, undir stjórn Jakobs Tryggvasonar, og kirkjukór- inn söng. Veður var fagurt og mikill mannfjöldi sótti vígsluhátíð þessa. H. J. 1\I.

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.