Heimili og skóli - 01.06.1950, Síða 16
60
HEIMILI OG SKÓLI
OLAFUR GUNNARSSON frá Vík i Lóni:
r
Eq veit ekki betur en það stæði í
Morgun
Fyrir nokkrum árum var ég á gangi
í Miðholtinu í Reykjavík. Dreng-
hnokki nokkur lék sér að því að sparka
fótbolta á götunni og var sýnilega í
sólskinsskapi. Allt í einu kom í ljós
roskin kona og ávítaði drenginn harð-
lega fyrir þetta athæfi. Drengurinn
gerði sig líklegan til að virða orð kon-
unnar að vettugi og halda áfram leik
sínum, en þá mælti hún með sann-
færingarþunga og heilagri vandlæt-
ingu: „Ég veit ekki betur en það stæði
í Morgunblaðinu í gær, að drengir
ættu ekki að vera að sparka bolta á
götunum."
Þessi stóridómur var harðari en svo,
að drengurinn stæðist liann, snáð-
inn hætti samstundis leik sínum og
labbaði lúpulegur á brott.
Hvað veldur nú því, að leikfús
drenghnokki lætur sér segjast við
uppkveðinn Morgunblaðsdóm? Fljótt
á litið skyldi maður ætla, að hjal
Morgunblaðsins lægi snáðum á hans
aldri í all léttu rúmi. Skýringin er
livorki vísdómur né völd Morgun-
blaðsins, enda er ekki miklu fyrir að
fara hjá blöðum yfirleitt hvað slíkt
snertir. Skýringin er sú, að umhverfi
drengsins hefur að mestu óafvitandi
innrætt honum djúpa virðingu gagn-
vart hinu skrifaði orði.
Allur almenningur telur öldungis
víst, að það, sem stendur á prenti,
blaðinu
hljóti að vera satt. Þessi tröllatrú á
sannleiksgildi prentaðs máls getur þó
verið einhæfð við sérstök blöð, sumir
halda t. d. að allt sé satt í Morgunblað-
inu, aðrir leita sannleikans í Tíman-
um, þriðji hópurinn treystir Þjóðvilj-
anum og þar fram eftir götunum.
Þessi einhæfni trúarinnar er jafnan
sterkust um kosningar, en rénar held-
ur, er frá líðum. Hvaða dagblað á ís-
landi flytur mest ósannindi árlega, hef-
ur sjálfsagt aldrei verið rannsakað,
ei.da yrði slík rannsókn afarerfið, þar
eð mikill hluti ósannindanna á rætur
sínar að rekja til erlendra ósanninda,
sem á einn eða annan hátt berast ís-
lenzkum blöðum.
Við skulum nú athuga örlítið nán-
ar, hvernig trúin á prentað mál mynd-
ast og jafnframt gera okkur grein fyr-
ir kostum hennar og göllum.
Flest fólk er þannig skapi farið, að
það kýs helzt að vita það, sem sannast
reynist. Mörg umræðuefni eru þannig
vaxin, að ókleift er að gera út um,
hvað rétt er eða rangt, nema með að-
stoð bóka eða blaða. T. d. man enginn
til lengdar talnafjölda, sem oft er
nauðsynlegur, til þess að komast að
réttum niðurstöðum. Séu börn upp-
alin í návist bókamanna, sjá þau svo
að segja daglega fullorðna fólkið leita
fróðleiks í bókunum, og jafnvel þeir,
sem ekki geta talizt bókhneigðir,