Heimili og skóli - 01.06.1950, Síða 18

Heimili og skóli - 01.06.1950, Síða 18
62 HEIMILI OG SKÓLI Hvers vegna eru börn löt? Læknir leiðbeinir Oft heyrum við mæður kvarta um leti barna sinna. Þau vilja ekki víkja í lið heima, þau vanrækja nám sitt og svo framvegis. Af hvaða ástæðum stafar þessi ,,leti“? Hún getur átt sér líkamlegar orsakir, eða þá, að undir- rótin sé ýmiss konar taugatruflanir. Við skulum fyrst athuga líkamlegar orsakir. Stundum getur til dæmis blóð- leysi verið höfuðorsökin, þótt aðstand- endum sjáist oft yfir það. Blóðleysið gerir börnin fljótt þreklítil, svo að þau geta ekki fylgst með í skólanum. Fyrstu kennslustundirnar gengur þeim sæmilega, en svo dofnar athyglin, og barnið getur ekki fylgst með. Ýmiss konar farsjúkdómar minnka líka getu barnanna. að skerpa sjálfstæðar hugsanir nem- endanna, en jafnframt myndu þau smám saman útrýma herfilegustu kór- villum kennslubókanna, og er það út af fyrir sig góðra gjalda vert. Lesbækur og landafræði eru sér- staklega vel til gagnrýni fallnar. Les- bækurnar sökum þess, að þar úir og grúir af frásögnum, sem eru ger- sneyddar rökréttri hugsun, landafræð- in vegna þess, að í henni er fjöldi hleypidóma um aðrar þjóðir, sem reyndar eru kallaðar þjóðlífslýsingar. Auk þess hefur sú breyting, sem orðið liefur á stjórnarfyrirkomulagi og landamærum hvarvetna um heiminn, Ekki ósjaldan hefur barn jafnvel verið sneypt fyrir amlóðahátt og leti, þó að það sýndi sig seinna, að raun- verulega orsökin var sjónar- eða heyrn- argalli. Átta ára drengur, sem annars stóð sig vel við námið, las herfilega skakkt í skólanum, það, er hann átti að lesa heima. Lestrareinkunnin lækk- aði og kennslukonan grunaði hann um að lesa lítið heima. Við rannsókn sýndi það sig, að drengurinn var orðblind- ur. En orðblinda er truflanir á sjón- inni, sem valda því, að stafirnir snúast iðulega við, þegar lesið er. Að öðru leyti var hann mjög gáfaður. Orð- blinda er ekki óalgeng, en það er ekki á færi annarra en sérfræðinga á því sviði að fást við hana. gert allar kennslubækur í landfræði rangar. Börn eru yfirleitt fús til að hugsa rökrétt, eri við fullorðna fólkið venj- um þau smám saman af því með kjána- legum svörum eða útúrsnúningi. Við erum oft og einatt of makráð og íhalds- söm, til þess að leita að kjarna mál- anna, enda er hjakk í sama farinu þægilegt um stundarsakir, þótt lítt sækist slátturinn með þeim hætti. Allar þjóðir verða sí og æ að taka afstöðu til vandamála. Hversu skyn- samleg afstaða fjöldans er, veltur á þroska hugsunarinnar og má helzt ekki byggjast á því, að einhver skoðun hef- ur birzt í „Morgunblaðinu".

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.