Heimili og skóli - 01.06.1950, Qupperneq 19

Heimili og skóli - 01.06.1950, Qupperneq 19
HEIMILI OG SKÓLI G1 Hæfileikar barna eru mjög misjafn- ir, og það er ekki óalgengt, að þau verði fyrir óverðskulduðu álasi, vegna meðfædds getuleysis í því að fylgjast með kennslunni. Margir foreldrar vilja ekki viðurkenna, eða þeim finnst það móðgandi, að börn þeirra séu gædd lítilli skilningsgetu, vegna með- fæddra galla. bau leggja of þungar byrðar á veslings börnin og reyna að þvinga þau, fram yfir það, sem þau mega, og þegar barninu gengur þá ekki vel, er það auðvitað „latt“. Þann- ig er börnum ekki aðeins veittur ó- þarfa sársauki, heldur ágerist einnig hinn meðfæddi galli, vegna þvingana og annarra truflana á tilfinningalífinu. Yfirleitt má segja, að venjan sé að ofmeta þekkingargetuna, en láta sér sjást yfir starfshæfnina. Nefnd dæmi — en fleiri mætti til tína — sýna, að við verðum að gæta allrar varfærni, áður en við kveðum upp úr um það, að barn sé letiblóð eða kæruleysingi. Heilbrigð börn eru aldrei löt, því að þau hafa miklu meiri hreyfingar- þörf en hinir fullorðnu. Þau eru helzt aldrei kyrr, lieldur athafnarík og til- tektarsöm. Þau eru oft kölluð „löt“, aðeins vegna þess, að áhugi þeirra stefnir að allt öðru en hinir fullorðnu óska. Þau vilja ekki fara í sendiferðir, ekki af því, að þau séu löt, heldur vegna þess, að þau eru önnum kafin við eitthvað annað, sem þau álíta mikilsverðara og ánægjulegra. Auk þess höfum við, hinir fullorðnu, til- hneigingu til þess að gera kröfu til barnsins, svo að við getum veitt okkur sjálfum þægindi, án þess að taka tillit til getu þess. Það ætti að vera óþarfi að benda á það, að kröfurnar ættu að vera í réttu hlutfalli við getu barnsins. Það er til of mikils ætlast, að sex ára barn hafi þá ábyrgðartilfinningu að gæta smá- systkina sinna. Aftur á móti ætti tíu ára barn að geta gert það innan vissra takmarka. Sérhvert vel þroskað og heilbrigt barn er næstum því alltaf reiðubúið til athafna. Sé ekki svo, er orsökina að finna í umhverfinu. Með skökku uppeldi þróast sálrænir gallar, sem valda því, að áhugi og athafnaþörf barnsins dofnar. Eg þekki lítinn dreng, sem á fyrstu bernskuárunum var fjörugur og at- hafnasamur snáði. Hann ljómaði af æsku, var eitilharður, ákafur og athug- ull. Foreldrum hans fannst nóg til um allt fjörið og töldu þau þörf á að draga úr því. Þótt Kalli væri lítill eftir aldri, var hann látinn ganga í skóla einu ári fyrr en skyldan bauð. Foreldrarnir álitu auðvitað, að það væri hlutverk skólans að draga úr ákafa og athafna- löngun drengsins. Því miður sýndi það sig, að þau fengu vilja sinn. Það leið ekki á löngu áður en drengurinn breyttist. Hann kom fölur og áhuga- laus heim úr skólanum. Nú sat hann kyrr og nartaði í matinn, en hafði áð- ur verið mjög lystugur. Hann lang- aði til þess að losna undan örlögum sínum, þeim, að eiga nú að sitja það sem eftir var dagsins og læra lexíur. Nöldrið í mömmu um áframhald við lesturinn gerði vont verra. Að lokum fékkst hann helzt ekki til að lesa. En ef hann komst út í leik með krökkun- um, var hann jafn fjörugur og tiltekt- arsamur og áður. Mamma hans var sí- nöldrandi um „letina“ í drengnum. En

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.