Heimili og skóli - 01.06.1950, Síða 22

Heimili og skóli - 01.06.1950, Síða 22
66 HEIMILI OG SKÓLI „Þýðing áhugans í uppeldi og námi,“ 2 erindi. Dr. Matthías jónas- son. „Uppeldi og fræðsla" og „Vaxtar- þráin“.. Sr. Jakob Kristinsson. „Um íslenzka stafsetningu“. Hall- dór Halldórsson menntaskólakennari. „Nýja skólalöggjöfin". Helgi Elías- son fræðslumálastjóri. „Skyldur ráðandi kynslóðar við yngstu borgarana". Isak Jónsson skóla- stjóri. „Skólar og uppeldi“. Snorri Sigfús- son námsstjóri. „Skólarnir og lífið“. Hannes J. Magnússon skólastjóri. „Um vinnubókagerð“. Sigurður Gunnarsson skólastjóri. Þrír þeir fyrst töldu fluttu erindi sín á kvöldin, og var bæjarbúum gef- inn kostur á að hlýða á þau. Notfærðu sér það margir, öll kvöldin. Annar þáttur mótsins var sýningin. Höfðu margir skólar sent muni á sýn- inguna. Var hún fjölbreytt og mjög athyglisverð, og ýmsir lilutir þar frá- bærlega vel gerðir. Sýning kennslutækja var aðallega frá Húsavík og Akureyri. Auk mótsins voru sýningarnar skoð- aðar af fjölda bæjarmanna. Umræður og samþykktir. A fundum kennarasambandsins voru þessi mál rædd: 1. Um vinnubækur og gildi þeirra í skólastarfinu. 2. Fræðslulögin nýju. 3. Handavinnuefni og skólavörur. 4. Ýmis önnur mál, er snertu kennarasamtökin og skólastarfið. Þessar voru helztu samþykktir: 1. Skorað á næsta fulltrúaþing S. í. B. að beita sér fyrir samvinnu kennara sent víðast af landinu um útgáfu vinnublaða, eða handbókar til notk- unar við vinnubókagerð. 2. Skorað á yfirsjórn gjaldeyrismál- anna að veita nægan gjaldeyri til kaupa á skólavörum og skipta honum réttlátlega niður. 3. Skorað á námsstjórann að beita sér fyrir því við fræðslumálastjórnina, að komið verði upp sérstakri skóla- vöruverzlun, einni eða fleiri. 4. Varað við framkvæmd nýju fræðslulaganna þar, sem engin skil- yrði eru til verknáms. 5. Skorað á Alþingi og ríkisstjórn að hraða byggingu nýs kennaraskóla, og sé stefnt að því, að hann verði full- gjör eigi síðar en 1957. 6. Áskorun til allra ábyrgra þjóð- félagsþegna um að beita sér ötullega fyrir skógrækt, og lýst ánægju yfir þeirri nýbreytni Kennaraskólans, sem hófst í vor, að hafa námskeið í skóg- rækt fyrir kennaraefni. 7. Ályktun um bindindismál. Taldi fundurinn, að vaxandi nautn áfengis og tóbaks í landinu væri öllum hugs- andi mönnum áhyggjuefni og skoraði á kennara og alla uppalendur að vinna gegn henni. Kosningar. — Skemmtiferð. — Kveðjuhóf. í lok fundarins var kosin ný stjórn fyrir sambandið. Fráfarandi stjórn skipuðu kennarar af Akureyri, þau Eiríkur Sigurðsson, Eiríkur Stefáns- son og Jútit Jónbjörnsdóttir. Nú var stjórnin kosin rir Þingeyjarsýslu. Hlutu kosningu: Sigurður Gunnars-

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.