Heimili og skóli - 01.06.1950, Blaðsíða 23

Heimili og skóli - 01.06.1950, Blaðsíða 23
HEIMILI OG SKÓLI 67 Meiri hluti mótsgesta. son skólastjóri, Jóhann Guðmunds- son kennari í Húsavík og Þórgnýr Guðmundsson kennari í Aðaldal. Einn daginn fóru mótgestir skemmtiferð fram Eyjafjörð. Var kornið við á nokkrum merkum stöð- um, svo sem Laugalandi, Munkaþverá, Möðruvöllum, Saurbæ og Grund. En ferðinni lauk með því, að ekið var að hinu nýreista barnaheimili, Pálmholti, sem stendur skammt ofan við Akur- eyri.. Til þess að gera aðkomukennurum auðveldara að taka þátt í mótinu, var liöfð heimavist og mötuneyti í barna- skólanum, þar sem mótið var haldið. Heimavistarstjóri var Páll Gunnars- son kennari, en ráðskona frú Jónína Þorsteinsdóttir. Síðasti dagur mótsins var laugardag- urinn 10. júní. Eftir kvöldverð komu mótgestir saman á kvöldvöku. Stjórn- aði henni Örn Snorrason kennari. Var þar margt til skemmtunar, svo sem upplestur, söngur o. fl. Að henni lokinni settust menn að kaffidrykkju, alls um 60 manns. Voru þar fluttar margar ræður. Snorri Sigfússon námsstjóri stýrði þessu hófi, og hafði hann verið for- ystumaður og stjórnandi mótsins í heild. Er leið að miðnætti, reis hann úr sæti og sagði þessu fjórða móti norðlenzkra barnakennara slitið. Fóru sumir kennarar heim til sín þegar um nóttina, en aðrir næstu daga. Voru menn almennt ánægðir með mótið, og þótti það hafa tekizt mjög vel. — Það liggur við að það sé í frá- sögur færandi á þessari miklu reyk- ingaöld, að aldrei sást kveikt í vindl- ingi á þessu fjölmenna móti. Jafnvel þótt liæpið sé, að allir mótsgestir hafi verið bindindismenn á tóbak, ber þó slíkt vott um háttvísi, sem vert er að benda á.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.