Heimili og skóli - 01.06.1950, Side 27

Heimili og skóli - 01.06.1950, Side 27
HEIMILI OG SKÓLI 71 " HEIMILI OG SKÓLl ] TÍMARIT UM UPPELDISMAL Útgefandi: Kennarafélag Eyjafjarðar. Ritið kemur út í 6 heftum á ári, minnsl 24 síður hvert hefti, og kostar árgangur- inn kr. 15.00, er greiðhu fyrir 1. júní. Útgáfustjórn: Snorri Siefússon. námsstjóri. Hannes J. Magnússon, skólastjóri. Páll Gunnarsson, kennari. Afgreiðslu- og innheimtumaður: Árni Björnsson, kennari, Þórunnar- stræti 103, Akureyri. Ritstjóri: Hannes J. Magnússon, Páls Briems- götu 20, Akureyri. Sími 1174. Prentverk Odds Björnssonar h.f. ■>—-.. -** kennslan. Námsefnið þarf ekki að nefna hér. Það er ákvðeði með biblíu- sögunum, sem skólunum eru fengnar til kennslu. Þó skyldi lestri þeirra þannig hagað, að námsefni yngri barn- anna væri eingöngu sögulegt, allt að ellefu ára aldri. Sjö til átta ára börn- um ættu kennarar að segja valdar sög- ur úr Nýja testamentinu og raunar Gamla testamentinu líka og sýna þeim stórar biblíumyndir. — Slík kennsla er þeim kærkomin, að minnsta kosti einu sinni í viku. Allt- af skyldi krafizt nokkurs utanbókar- uáms í kristnum fræðum. Og ganga þá ríkt eftir, að vel sé numið og vel skilið. (Framhald). Af sérstökum ástæðum kemur þetta hefti ekki út á tilsettum tíma. Eru kaupendur beðnir að afsaka það. Rit send Heimili og skóla Blik, Ársrit Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum. Þetta er allstórt rit, eða 80 blaðsíður að stærð og flytur margvíslegt efni. Einkum fjallar ritið um nefndan skóla og málefni lians. Lengsta greinin nefnist Gagnfræða- skólinn í Vestmannaeyjum 20 ára. Er það saga skólans síðastliðin 20 ár, með fjölda mynda. Greinin er eftir skóla- stjórann, Þorstein Víglundarson. Þá er greinaflokkurinn Þáttur nemenda. Eru það ritgerðir og sögur eftir nem- endur skólans. Þá er Þáttur skáta, með nokkrum myndum, og margir fleiri þættir og greinar. Þetta ársrit er myndarlegt og skólanum til sóma. Skátablaðið, 3.-4. tölublað þ. á. Heftið liefst á grein, sem nefnist Meg- inreglan eftir Baden Powell. Þá er saga, sem nefnist Ella er orðin stór. Næst kemur þáttur um Skátafélagið Andvara. Þá er grein, er nefnist Al- þjóðaskátamót í Englandi 1949, og önnur, sem nefnist Kynnisför til Eng- lands. Margt fleira er í ritinu, sem er prýtt fjölda mynda. Foringjablaðið. 2. tölublað 1950. Geir Gígja skrifar um plöntusöfnun. Þá eru greinar, sem nefnast: Hvað er að gerast á Úlfljótsvatni?, Úlfljóts- vatn, Gilwelskóli, Nú má enginn bregðast, R. S. starfið. Allar þessar greinar eru eftir foringja í skátastarf- inu.

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.