Heimili og skóli - 01.06.1950, Side 28
72
HEIMILI OG SKÓLl
Frá skrifstofu fræðslumálastjóra:
YFIRLIT
um framkvæmd fræðslulaganna nýju
(nr. 22, 10. apríl 1946).
Skólaárið 1946—’47 eru lögin komin
til framkvæmda í 3 skólahverfum af
220 eða 1,36%. Það ár taka 72 börn
barnapróf, en alls eru 538 skólaskyld
böm í þeim hverfum. Skólaskyld
börn í landinu eru áætluð 15540 alls
það ár. Nýju lögin ná þá til 3.47%
skólaskyldra barna.
Skólaárið 1947—’48 eru lögin komin
til framkvæmda í 18 skólahverfum,
eða alls 8.8% af skólahverfunum. Það
ár taka 1040 börn barnapróf af 8142
skólaskyldum börnum, er voru í þess-
um skólahverfum. Skólabörn í land-
inu eru þá áætluð 15770 samtals. Nýju
lögin ná þá til 51.63% skólaskyldra
barna.
Skólaárið 1848—’49 eru lögin komin
til framkvæmda í 24 skólahverfum af
220 eða 10.91%. Þaðár taka 1200 böm
barnapróf af 8275 skólaskyldum börn-
um. Skólabörn í landinu eru áætluð
16000. Nýju lögin ná þá til 51.72%
skólaskyldra barna vorið 1949.
í maí 1950 eru lögin komin til fram-
kvæmda í 27 skólahverfum af 220 eða
12.27%. Barnafjöldi í þeim skóla-
hverfum er sennilega lítið eitt hærri
en 1949, svo að lögin ná nú til ca.
53% skólaskyldra barna, ef gert er
ráð fyrir álíka fjölgun og undanfarin
ár (ca. 230 árh). Skólabörn 1950 væru
þá alls ca. 16230.
SKÝRSLA
um bamapróf 1947—1949:
Árið 1947 eru barnapróf á ísafirði,
Borgarnesi og Hveragerði.
Árið 1948 á sömu stöðum og enn-
fremur í Reykjavík, Hafnarfirði, Ak-
ureyri, Seyðisfirði, Grindavík, Kefla-
vík, Mosfellssveit, Flateyri, Bolungar-
vík, Dalvík, Eskifirði, Borgarfjarðar-
hreppi, Stokkseyri, Eyrarbakka og Sel-
fossi.
Árið 1949 bætist við Neskaupstaður,
Sandgerði, Kópavogur, Stykkishólm-
ur, Reyðarfjörður og Höfn í Horna-
firði.
Árið 1950 er kunnugt um að þessi
héruð bætast við: Akranes, Húsavík og
Gerður í Gullbringusýslu.
—o—
Leiðrétting við leiðréttingu.
í fyrsta hefði þ. á. misprentaðist
vísuhending eftir Einar Benediktsson,
sem leiðrétt var í 2. hefti. En svo hlá-
lega vildi til, að hendingin kom nú
enn verr útleikin í þessari „leiðrétt-
ingu.“ Hendingin er svona og átti
alltaf að vera svona: Aðgát skal höfð
í nærveru sálar.
Gjafir til Heimilis og skóla:
Steingrímur Arason kennari 100
krónur. Kári Tryggvason kennari 35
krónur. — Þessum velunnurum rits-
er hér með þökkuð vinsemdin.