Heimili og skóli


Heimili og skóli - 01.08.1954, Síða 5

Heimili og skóli - 01.08.1954, Síða 5
Heimili og skóli TÍMARIT UM UPPELDISMÁL 13. árgangur . Maí—Ágúst 1954 3.—4. hefti Nokkur orð um sambúðaruppeldi. Eitt al frumskilyrðum til þess, að við getum lifað hamingjusömu lífi, bæði sem einstaklingar og þjóðir, er það, að sambúðin við aðra menn sé góð. Maðurinn er félagsvera, já, svo mikil félagsvera, að lífið myndi vera honum hefndargjöl, ef hann fengi ekki að njóta samvista við aðra menn og blanda við þá geði. En það er ekki sama hvernig sambúð mannanna er. Og það er nú svo, að nálega allt þeirra böl stafar af því, að þeir kunna ekki að búa saman, allt frá heimilisófriði og niður í blóðugar stvrjaldir. Að hafa ánægjulega og góða sambtið við sam- ferðamenn sína, er einn hinn mikil- vægasti þátturinn í hamingju ein- staklinga og þjóða. Ég ætla fyrst að nefna nokkur nei- kvæð atriði, sem draga tir góðri sant- búð, góðvild og skilningi einkum þjciða á milli. Og vil ég þá fyrst nefna æsifregir útvarpsins, þegar einhvers staðar er styrjöld í heiminum, en af þeirri óáran höfum við þjáðst um langt skeið. Eg hygg, að með slíkum fréttum af grimmilegum styrjöldum, níðingsverkum, aftökum og annarri villimennsku, sé blátt áfram hægt að eitra lnigi manna, einkum unglinga, og gera þá sljóa fyrir, hvað sæmilegt sé og ósæmilegt. Það er vafalaust ekki hægt að komast hjá því að segja frá gangi slíkra átaka í heiminum, en hlutlaust fréttaútvarp gæti \afalaust sleppt ýmsti, öllum að skaðlausu, og verið varkárara. um flutning slíkra fregna. F.itt sinn skrifaði ég þessa setn- ingu eftir fréttum útvarpsins: ,,63 uppreisnarmenn voru drepnir á Mal- akkaskaga síðastliðinn mánuð, og hafa aldrei verið drepnir þar svo margir menn á einum mánuði áður.“ Eg veit ekki hvernig þetta vefur verkað al- mennt á hlustendur, en mér virtist liggja í orðunum, að þetta væri úvenjulega góður árangur, líkt og þeg- ar verið er að reyna að útrýma mink- um eða rottum. Hvað sem skoðunum okkar líður á íbúum Malakka, virðist þarna búa undir ósvikin mannfyrir- litning. í þessum anda hljóta stríðs- fréttirnar oft að vera, litaðar af þessum sama anda, jafnvel þótt reynt sé að segja hlutlaust frá. Það eina, sent við fáum oft að vita um líf sumra þjóða, er þátttaka þeirra í styrjöldum með allri þeirri villimennsku, sem þeini fylgja. . Fyrir nokkru skýrði útvarpið okkar frá óeirðum í Marokkó. Þar réðist trylltur lýður á saklaust tólk og tók nokkra menn af lífi. og þar á meðal

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.