Heimili og skóli


Heimili og skóli - 01.08.1954, Síða 6

Heimili og skóli - 01.08.1954, Síða 6
50 HEIMILI OG SKÓLI tvær konur. Var þetta nú ekki nóg? F.n svo bætir útvarpið við: Þær voru skomar á háls. Enska útvarpið hefur sagt frá þessu, og þá þurfti endilega að taka það með. Svona eru fréttirnar oft. Það er týnt til það ógeðslegasta og grimmilegasta. Líklega frekar af hugsunarleysi en ásettu ráði. Þetta er neikvæð uppfræðsla um líf og hætti þjóðanna, og hún er vel til þess fallin að draga upp Ijóta og ranga mynd af þessum ókunnu meðbræðrum okkar. Það er ranghverfan á lífi þeirra, sem okkur er þarna sýnd, en eftir henni mótast skoðanir okkar óhjákvæmilega. Það er ekki ýkja oft, sem við fáurn jákvæðar fréttir frá þessum fjarlægu þjóðum. Það eru ekki fyrirferðarmikl- ar fréttirnar af mannúðarstarfi þeirra, hinni raunverulegu menningu þeirra, frá göfugmennum þeirra, kærleika, drengskap og góðvild. Þetta kenni ég ekki okkar ágæta útvarpi, nema þá að mjög litlu leyti. Það tekur fréttir sínar nálegu eingöngu eftir erlendum stöðv- unt, sem byggja sína fréttaþjónustu sennilega svona upp. En gæti þessi áhrifamikla menningarmiðstöð ekki gert sér far um að sýna okkur þjóðir heimsins í ofurlítið réttara ljósi en í gegnum styrjaldargný og mann- vonzku? Það er sannarlega ekki já- kvæð uppeldisaðferð. Þá væri það fráleitt að halda því fram, að stjórnmálablöðin okkar ynnu að góðvild og gagnkvæmum skilningi meðal þessarar fámennu þjóðar. Við erum auðsjáanlegar ekki komin á það menningarstig að geta verið ósammála án óvildar og tortryggni. Og jrað er mála sannast, að blöðin okkar ala á tortryggni, og það er ekki þeim að þakka, þótt ástandið sé ekki miklu verra en það er. Til allrar guðs lukku eru til svo margir hugsandi og víðsýnir menn, a*ð þeir eru hættir að trúa blöð- unum, og það er hinréttlátastarefsing. Það virðist t. d. nálega vera megin- regla stjórnmálablaðanna að viður kenna aldrei neitt gott hjá andstæð- ingum sínum. Eg hef stundum verið að hugsa um það, hversu fráleit þessi vinnubrögð eru, og óhyggilegt frá flokkslegu sjónarmiði. Það trúir því sem sé enginn til lengdar, að öll vizkan og allt réttlætið sé hjá þessum flokki, en ekki snefill af slíkum gæðum hjá hinum. Það er ekki gott uppeldi, sem unglingarnir fá, þegar þeir koma inn í þetta andrúmsloft. Einnig hér er okkur sýnd ranghverfan á sambúð mannanna. Við þurfum að vaxa' upp úr þessum lágkúruskap í hinu opin- bera lífi. Það myndi gera samfélagið fegurra og með meiri menningarblæ. Við megum ekki láta börn okkar vaxa upp í skugga þeirra flokkadrátta, sem litaður er af óvild og tortryggni. Benjamín Franklín sagði einhverju sinni þessi orð: „Ég tala aldrei illa um nokkurn mann, en ég reyni að segja um hann allt það gott, sem ég get.“ Þessa setn- ingu ættu allir að hafa yfir á hverjum morgni og reyna að lifa eftir henni. Mennirnir losna aldrei úr álögum tor- tryggni og óvildar fyrr en þeir hætta að tala illa hver um annan, hvort sem það er í ræðu eða riti. Illt umtal getur aldrei Jorifíst í andrúmslofti góðvildar og mannhelgi. „Mér finnast allir menn vera góðir.

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.