Heimili og skóli


Heimili og skóli - 01.08.1954, Qupperneq 7

Heimili og skóli - 01.08.1954, Qupperneq 7
HEIMILI OG SKÓLI 51 Ég hef aldrei kynnzt nerna góðum mönnum," sagði séra Magnús Helga- son eitt sinn, er hann hlýddi á tal manna um einhverja breyzka bræður. Slík góðvild er líklegri en flest annað til að gera sambúð mannanna góða og hamingjusama. Þegar börnin hefja skólagöngu sína, verða þau að ganga undir hið fyrsta próf í sambúðarmenningu. Þar gilda ein lög fyrir alla, og sá, sem ekki kann að beygja sig undir þau, lendir brátt í alls konar árekstrum. Börnin læra þarna smátt og smátt, ef þau hafa ekki kunnað það áður, að góð sambúð er frumskilyrði til þess að öllum geti liðið vel. Ég hef oft dáðst að því, hve börnunum kemur vel saman og sam- búð þeirra í skólanum er árekstralítil, þegar tekið er tillit til fjöldans, sem þarna er saman korninn. Þau koma yfirleitt ekki með nein ófriðarefni að heiman, og yfirleitt má segja, að í skól- unum læra börnin og uglingarnir þa mikilvægu lexíu, að það er ekki einka- mál hvers barns, hvernig það hagar sér. Það er hlekkur í keðju, steinn í byggingu, sem hefur ábyrgð gagnvart öðrum. Það verður að virða rétt ann- arra og þarfir, ef vel á að fara. I skól- anum myndast vináttu- og kunnings- skaparsambönd, sem oft hafa haldist ævilangt. Sambúðaruppeldið er því sterkur og mikilvægur þáttur í starfi skólanna. Það er sjaldan minnst á það, þegar verið er að tortryggja starf þeirra. Þeir sníða líka vankantana af mörgu barninu og mörgum ungling- um, meðal annars þeim, sem hafa kannske vanizt því heima, að þeirra eigin vilji ætti að vera lög heimilisins. Skólarnir rækta margar félagslegar dyggðir og glæða samfélagsvitund nemendanna. Þegar börn koma fyrst í skóla, eru þau ákaflega ólík, eins og eðlilegt er. Sum eru hávaðasöm, frek — vilja láta allt snúast um sig sjálf. Þau eru stríð- in, vilja hrinda hvert öðru o. s. frv. Þessi börn eru þó tiltölulega fá, og þessir gallar hverfa fljótlega. Börnin sjá sem sé, að þetta á ekki við. Þau laga sig eftir þeim heildarbrag, sem á skólanum er. Ef hann er slæmur sá bragur, þá er náttúrlega ekki von á neinu góðu uppeldi í þessum efnum. Annars eru þess fjöldamörg dæmi, að börn, sem eru óþæg heima og nálega óviðráðanleg, reynast hinir beztu skólaþegnar. Hitt er aftur sjaldgæfara, að börn, sem eru þæg og eftirlát heima, reynist illa í skólanum. Skóla- dvöl barnanna er því jafnan stórmerk- ur áfangi í sambúðaruppeldi þeirra, og livað sem allri þekkingu líður í ein- stökum atriðum, koma börnin og unglingarnir þjálfaðri og fágaðri sam- félagsborgarar frá skólanámi sínu, en þegar þau komu í skólann, að öllum jafnaði. En sambúðaruppeldið hvílir á fleir- um en skólunum. Hér geta t. d. at- vinnurekendur lagt fram drjúgan skerf. Þeir eiga ekki aðeins að spyrja: Hvað viltu fá í kaup? Kantu að vél- rita? Ertu góður í reikningi? Eða yfir- leitt: Kanntu að vinna verk þitt? Þeir eiga einnig að spyrja: Ertu háttvís? Ertu kurteis? Kanntu að umgangast annað fólk, svo að við megi una? Ég nefni hér aðeins eitt lítið dæmi og kannske ómerkilegt, en það er að svara í síma. Það ætti ekki að vera neitt vandasamt, og þó eru margir, sem

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.