Heimili og skóli


Heimili og skóli - 01.08.1954, Side 12

Heimili og skóli - 01.08.1954, Side 12
56 HEIMILI OG SKÓLI llka, að sá vitgranni og jafnvel fávit- inn, sé mjög lélegur í reikningi. Það hefur komið í ljós í sambandi við fá- vitakennslu, að fávitar geta náð furðu góðum tökum á almennum reikningi, þótt stærðfræði verði þeim vitanlega alltaf um mes;n. Reikninosleikni o o barna er þannig ekki neinn öruggur mælikvarði á greind þeirra, nema hvað minni á ákveðinn talnafjölda segir til um heyrnarminni og minnisvídd, sem er áríðandi að þekkja áður en kennsla hefst í fyrsta bekk. Töluhugtök fullorðinna og barna eru vitanlega mjög mismunandi, eins og raunar töluhugtök fullorðinna innbyrðis. Frumstæðar þjóðir hafa mun lægri töluhugtök en við. T. d. sögðu Indíánar eitt sinn, að það gæti ekki verið rétt, að hvítur maður hefði skotið 6 birni, en það kom til af því, að þessir rnenn höfðu ekki hærra tölu- hugtak en fimm. Suinar frumstæðar þjóðir kalla allt, sem er hærra en fimm, margt. Fjöldahugtakið verður þó enn meira á reiki en töluhugtakið. Böm tala oft um hundrað, þúsund, milljón og jafnvel billjón, eins og á þessum tölum sé lítill munur. Hornstrandabú- inn og borgari í Lundúnaborg hljóta, að öllu ástandi jöfnu, að hafa mismun- andi fjöldahugtak, þegar þeir sjá mannfjölda saman kominn. Lundúna- búinn telur naumast nokkur hundruð sálir iimmu sína, en Homstrandabú- anum gæti fundizt allmikið til um 5— 600. Hins vegar gæti Hornstrandabú- inn verið gleggri á að gizka á stærð fjárhóps en Lundúnabúinn. Þegar fólk safnast saman á Lækjartorgi með- an á verkfalli stendur, meta hlaða- menn Morgunblaðsins og Þjóðviljans mannfjöldann mjög mismunandi. Ekki er samt víst að vísvitandi sé metið rangt. Afstaða þeirra, sem meta fjöld- ann, hefur áhrif á matið. Öðrum aðil- anum er áhugamál, að sem fæstir séu mættir á slíkum fundi, hinum að þeir séu sem flestir. Hvaða kröfur eigum við þá að gera ul þess að segja með vissu, að einstak- lingurinn, hvort sem um er að ræða barn eða fullorðinn, hafi fullan skiln- ing á tölu. Eftirfarandi kröfur eru flestir fræðimenn sammála um: 1. Nafnið þarf að vera þekkt. 2. Einstaklingurinn þarf að vera fær um að telja upp að umræddri tölu. 3. Hann þarf að geta talið jafn- marga hluti eins og hann telur í bunu. 4. Hann verður að geta talið degla á pappír. 5. Hann verður að geta talið hluti án tillits til tegundar þeirra. 6. Hann verður að geta talið mis- munandi einstaklinga sömu tegundar, t. d. einn hest og tvær kindur. 7. Hann verður að sjá í hendi sér, hver talan er. 8. Hann verður að geta tekið töluna úr heilum hóp. 9. Hann verður að sjá mun á töl- unni og nærliggjandi tölu af svipaðri en þó mismunandi stærð. 10. Hann verður að þekkja töluna í hlutfalli við aðrar tölur, t. d. að 1 og 3 eru 4 og 2sinnum 2 eru fjórir. Þegar börn með meðalgreind eða meira eru tveggja ára, sakna þau eins hlutar af tveimur, en naumast eins af þremur, nema þau séu á undan slnum áraaldri hvað vitaldur snertir. Böm á aldrinuin 2i/£—5 ára meta fjölda frek-

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.