Heimili og skóli


Heimili og skóli - 01.08.1954, Síða 16

Heimili og skóli - 01.08.1954, Síða 16
60 HEIMILI OG SIvÓLI að reikna, þótt þeir séu þreyttir eða í einhverju uppnámi, en þetta tvertnt veldur alveg eðlilega villum. Það, sem hægt er að gera og eðlilegt væri að gefinn væri frekar gaumur en gert hefur verið, er, hvernig hægt sé að ná sem allra mestri leikni í sam- lagningu, frádrætti, margföldun og deilingu, en þetta er sá reikningur, sem almenningur þarf mest að nota, og þá einkum sem hugareikning. Al- menningur gerir sér oft furðu rangar hugmyndir um, hvað menn í ábyrgðar- miklum stöðum í þjóðfélaginu þurfi að kunna í reikningi og stærðfræði. Ég spurði einn fyrrverandi ráðherra, hvaða reikningsaðferðir hann notaði í daglegu starfi, og kvaðst hann aðeins nota einfalda sainlagningu, frádrátt, margföldun, deilingu, brot og tuga- brot. Þá spurði ég einn bankastjóra Landsbankans, hvaða reikningsaðferð- ir hann notaði í sínu starfi, hann kvaðst nota eins konar tölur og hefði á unglingsárum lært reikningsbók Ei- ríks Briem. Einn meðlima Fjárhags- ráðsins sáluga notaði svipaðar reikn- ingsaðferðir og bankastjórinn í sínu starfi, en báðir töldu þeir reiknings- og stærðfræðikennslu skólanna öðruvisi en hún ætti að vera, ef miðað væri við þarfir atvinnulífsins. Fólk, sem kæmi úr skólum, kynni fjölmargar aðferðir, sem aldrei þyrfti að nota, hvorki í banka né annarri stofnun, sem fæst við viðskipti, hins vegar skorti þetta sama fólk leikni í einföldustu reikningsað- ferðum. Álit þessara manna er í sam- ræmi við skoðanir þeirra fræðimanna, sem um reikningskennslu hafa fjallað. Þeir telja, að of lítil áherzla sé lögð á að ná hraða og öryggi í meðferð talna, en of miklum tíma eytt í að útskýra jöfnur og annað, sem aldrei þarf að nota í daglegu lífi, nema menn leggi stund á stærðfræði. í skólum reyna kennarar yfirleitt að fylgja ákveðinni kennslubók, hvaða námsgrein sem þeir kenna. Þetta gæti verið réttmætt, ef kennslubókin væri þannig gerð, að hún fullnægði þeim kröfum, sem sanngjarnt væri að gera til hennar. Við íslendingar eigum enn lítið eða ekkert af slíkum bókum, en fyrr eða síðar hlýtur að koma að því, að við tökum niðurstöður vísindalegra rannsókna til greina í þessum efnum eins og við höfum þegar gert, t. d. í byggingu rafstöðva og brúa, en á því sviði myndi engum manni detta í hug að láta brjóstvitið eitt ráða. Merkir skólamenn láta af störfum. Á þessu skólaári láta þrír merkir skólamenn af störfum. Eru það þeir Snorri Sigfússon, námsstjóri, Friðrik Hjartar, skólastjóri á Akranesi, og Guðjón Guðjónsson, skólastjóri í Hafnarfirði. Allir þessir menn hafa ve.rið áber- andi í hópi skólamanna síðustu ára- tugi, og tekið virkan þátt í þeirri þró- un, sem þar hefur gerzt, og þá auðvit- að fyrst og fremst á sviði barnafræðsl- unnar. Það er eftirsjá að þeim öllum úr röðum kennarastéttarinnar.

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.