Heimili og skóli - 01.08.1954, Page 17
HEIMILI OG SKÓLI
61
Litið inn í Sagene skóla
Lað er gaman að koma í skóla í Osló.
Þar er víða einhver frísklegur blær yf-
ir starfinu. Það er eins og hin þunga
reynzla stríðsáranna hafi orðið til
þess, að kennarar byrjuðu aftur á
starfi sínu með nýrri von, nýjum kröft-
um og nýjum áhuga. Maður verður
svo víða var við þessa grózku í skóla-
starfinu, sem er laus við allt vanamók.
Kennararnir eru leitandi, og ég þóttist
finna, að skólarnir hefðu fólkið með
sér og ættu djúpar rætur í umhverfi
sínu. Sambandið við heimilin er
óvenjulega gott, eftir því sem gerist í
stórborg, og sáust þess víða merki.
Einn af þessum skólum er Sagane
skóli. Skólastjórinn, Katrin Arnesen,
roskin kona og virðuleg, var full af
eldmóði og virtist stjórna skóla sínum
af lífi og sál.
Við þennan skóla er fjölmennt for-
eldrafélag, sem nefnist Sagane venner.
Mér er þó nær að halda, að í því séu
ekki aðeins foreldrar, heldur fólk, sem
áhuga hefur fyrir stárfi skólans og vill
styrkja hann og styðja. Enda vinnur
þetta félag að velferðarmálum skólans
á ýmsan hátt. Það gefur honum t. d.
gripi og tæki, sem hann vanhagar um.
Félagið hefur tvö mót á ári, og þá auð-
vitað í skólanum. Er þá mikið um
dýrðir. Kaffidrykkja, erindi, skemmti-
atriði ýmiss konar og annarr gleðskap-
ur. Þegar ég kom í skólann, hafði fé-
lagið fyrir skömmu gefið skólanum
veglegan fána. Var þá mikil hátíð í
skólanum. Félag þetta gefur i'it blað,
hið eina sinnar tegundar í Osló, sem
nefnist Sagabladet. Þar eru einkum
rædd áhugamál skólans, svo og upp-
eldis- og skólamál almennt.
Skóli þessi á sérstakt víðavangsheim-
ili. Hann keypti byggingar, sem Þjóð-
verjar höfðu látið gera á stríðsárunum.
Og hefur nú verið unnið að lagfær-
ingu og breytingu á þeim að undan-
förnu, svo að þama er komið forkunn-
arvandað og fullkomið víðavangsheim-
ili. Þarna geta um 50 börn verið í einu
við nám og athuganir, og skiptast þau
á um að dvelja þar, jafnvel um hávet-
urinn. Svo voru gjafirnar að streyma
til þessa heimilis. Þarna á skrifstofu
skólastjórans hafði þeim verið komið
fyrir um leið og þær bárust. Þama var
vönduð klukka. Mikið af alls konar
leirvöru, svo sem matar- og kaffistell
og ýmis búsáhöld. Þarna var og geysi-
stór strangi af gluggatjaldaefni, sem
einhver verksmiðja hafði sent heimil-
inu að gjöf. Skólastjórinn hafði frá
svo mörgu að segja, og ljómaði svo af
frásagnargleði og starfsgleði, að hún
ætlaði aldrei að sleppa mér út í bekk-
ina. En loks lögðum við þó leið okkar
um skólann og ég staðnæmdist í 7.
bekk drengja.
Þarna var gaman að koma. Dreng-
irnir voru að vinna að verkefninu:
Fiskiveiðar Norðmanna, og höfðu
auðsjáanlega unnið lengi að því. Þegar
ég kom inn, var drengur að flytja stutt-
an fyrirlestur um þorskinn, en síðan
tók hver við af öðmm og skiptu þeir
nreð sér efninu. Ég dáðist að frammi-
stöðu þessara drengja. Þeir komu fram