Heimili og skóli


Heimili og skóli - 01.08.1954, Side 22

Heimili og skóli - 01.08.1954, Side 22
. HEIMILI OG SKÓLI (ifi Greinargerð um sparifjármálefni Um alllangt skeið höfum við, nokkrir ísl. skólamenn, haft kynni af starfsemi meðal skólabarna á Norður- löndum, sem menn nefna þar „ökonómiskt uppeldi", en við gætum máske kallað ráðdeildaruppeldi, eða uppeldi í hagsýni, og er þá átt við það, að fræða börn um gildi fjármuna og skynsamlega meðferð þeirra, glæða hjá þeim sparnaðaranda og ráðdeildarhug og starfa með þeim að sparifjársöfnun. Hefur þar verið að þessu unnið síð- ustu 70—80 ár, og talið nú eitt hið mesta þjóðþrifa-mál, sem hafi haft og hafa muni víðtæk áhrif, enda fátt til sparað í boðun og framkvæmd. Má geta þess hér, að skólaárið 1951—52 tóku yfir 80% sænskra skólabarna þátt í þessu starfi í 2438 skólum. Söfnuðust það ár 56 milljónir króna í lok ársins 1952. Svipuð var þátttakan í Dan- mörku. Má af þessu sjá, að hér er ekki um neitt smáatriði að ræða. Hér á landi hafa nokkrir skólamenn á síðustu áratugum hafið sparifjár- söfnun í skólum sínum, og hef ég rak- ið nokkuð sögu þeirrar viðleitni í út- varpserindi nýlega. En öll var sú starf- semi í molum, því að hver baukaði fyrir sig og án þess að vera studdur af neinum þeim, sem ráð höfðu og völd, og því féll þessi starfsemi alls staðar niður eftir nokkur ár. Munu þó allir hafa harmað það, sem kynnzt höfðu þessu máli og nokkuð að því unnið, áð ekki tókst að vekja almenna viðleitni í þessa átt. Var ég einn þeirra manna. Og þess gamla manninum hlýjar hugsanir, en hann þekkti ekki æðri gleði en nokkur vingjarnleg orð frá börnum, sem hann saknaði í lífi sínu. Þessir peningar voru sendir frá bankanum í Flensborg alla leið til Ameríku og Suður-Afríku. Erfingjar Peters höfðu skipt um ættar- nafn, þegar þær giftu sig og bjuggu langt frá bernskubænum. Sjö af erfingjum Peters búa ennþá í fæðingarbæ sínum. Þær eru nú orðn- ar gamlar og þreyttar og skilja nú fyrst þá reynslu, sem þessi einkenni- lega erfðaskrá sýnir. En nú eru eignir Peters ekki lengur færar um að gegna því hlutverki, sem var ósk gefandans. Tvær heimsstyrj- aldir og verðbreytingar peninga hafa eyðilagt tilgang sjóðsins. Þegar síðari heimsstyrjöldinni lauk, voru eftir 47.000 ríkismörk, en eftir peninga- breytinguna 1948 voru aðeins 1700 ný þýzk mörk eftir. Þess vegna var ákveðið að taka þennan síðasta afgang af auðæfum gamla mannsins og láta hann ganga til almennra velferðar- mála. Þegar þið sjáið gamlan mann, sem ef til vill er eitthvað sérkennilegur, þá hlæið ekki að honum, eða talið illa um hann, hugsið heldur til hinna 110 litlu skólastúlkna í Flensborg, sem með hlýlegri og kurteisri framkomu unnu fyrir ágætri jólagjöf alla ævt sína. (E. S. þýddi).

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.